2 fl kvenna bikarmeistari   Umfjöllun

26.09 2014

Sameiginlegt lið ÍA/Þróttar urðu bikarmeistarar á miðvikudag.  Þær unnu frábæran sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli 2:1.  Það voru Skagastelpurnar Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Aldís Ylfa Heimisdóttir sem skoruðu mörkin á 56. og 68. mín leiksins.   Auk þeirra byrjuðu leikinn þær Aníta Sól Ágústsdóttir, Eyrún Eiðsdóttir, Elínborg Llorens Þórðardóttir Bryndís Rún Þórólfsdóttir og Alexandra Bjarkadóttir leikinn.  Auk þess voru Vilborg Júlía Pétursdóttir og Guðný Björk Proppé ónotaðir varamenn í leiknum.   Eins og áður sagði þá er þetta sameiginlegt lið ÍA og Þróttar Reykjavík.  Samstarfið hefur gengið vel í sumar og hefur gagnast báðum félögum vel í verkefnum sumarsins.

Til hamingju stelpur !

Til baka