Arnór Snær framlengir við ÍA

02.07 2015

Arnór Snær Guðmundsson varnarmaður hefur framlengt samning sinn við ÍA um 2 ár og gildir hann út tímabilið 2017. Arnór Snær er 22 ára gamall og kom frá Aftureldingu haustið 2014 og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann mikla reynslu og spilaði hann sinn fyrsta leik árið 2009 þá 16 ára gamall.   Arnór Snær hefur byrjað tímabilið mjög vel með Skagamönnum og hefur stimplað sig sem einn efnilegasti hafsent Pepsi deildarinnar.

Gunnlaugur þjálfari er ánægður með að Arnór hafi framlengt samning sinn við ÍA, “Arnór hefur komið mjög sterkur inní mótið og staðið undir þeim væntingum sem við hann voru bundnar. Það hefur gengið á ýmsu undanfarið hjá liðinu en hann hefur sýnt styrk og stöðugleika á sínu fyrsta tímabili í efstu deild” sagði Gulli í stuttu samtali við vefsíðu félagsins af þessu tilefni.

Af þessu tilefni var skemmtilegt viðtal tekið við Arnór Snæ en það má sjá á meðfylgjandi link: https://www.youtube.com/watch?v=aZY0LxmlaKU&feature=youtu.be

Til baka