Fótboltavikan á Skaganum

20.05 2016

Meistaraflokkarnir okkar eiga samtals þrjá heimaleiki á Norðurálsvellinum núna næstu vikuna. En við gerum því nánari skil síðar. Íslandsmótið er að fara á fullt hjá yngri flokkunum og þessir leikir verða leiknir hérna heima næstu vikuna.

 

En annars hefjast leikar í dag kl. 16:00 þegar 4. flokkur karla tekur á móti Víkingi, Reykjavík í Íslandsmótinu. Leiknir verða alls þrír leikir, milli A, B og C liða. A-liðin kl. 16:00, B-liðin kl. 17:30 og C-liðin kl. 19:00.

 

Á morgun, laugardag, mætir sameiginlegt lið ÍA og Snæfellsness í 3. flokki karla liði Austurlands, A-liðið eiga leik kl. 13:00 en B-liðið kl. 14:45.

 

Sunnudagurinn 22. maí hefst með því að 3. flokkur kvenna tekur á móti KA kl. 13:00. Í framhaldi af þeim leik tekur 5. flokkur karla á móti FH, A og C lið leika kl. 15:00, B og D lið kl. 15:50 og svo C2 og D2 kl. 16:40.

 

Þriðjudaginn 24. maí taka stelpurnar í 4. flokki kvenna á móti Val kl. 17:00.

 

Miðvikudaginn 25. maí tekur 4. flokkur karla á móti HK. A- liðin leika kl. 16:00, B-liðin kl. 17:30 og C-liðin kl. 19:00.  Á sama tíma tekur 5. flokkur karla á móti Fjölni. Þar leika A- og C-liðin kl. 17:30 en B- og D-liðin kl. 18:20.

 

Fimmtudaginn 26. maí tekur 5. flokkur kvenna á móti Víkingi Reykjavík. A- og C-liðin leika kl. 16:00 og B-liðið kl. 16:50. Síðar um kvöldið, eða kl. 19:00 tekur 2. flokkur ÍA/Kára á móti Víkingi Reykjavík.

Til baka