Skagamenn með flottan 1-3 útisigur á liði Víkinga Ó. fyrir vestan
30.07 2014 | ForsíðaSkagamenn gerðu góða ferð vestur í Ólafsvík í kvöld og unnu þar 1-3 sigur á liði Víkinga. Ljóst var að um afar mikilvæga viðurreign var að ræða í toppbáráttu 1. deildar en með sigri hefðu Víkingar getað komið sér í 2. sæti deildarinnar og að sama skapi hefði Skagaliðið…

Atli Albertsson lánaður til Aftureldingar
30.07 2014 | ForsíðaSkagamenn hafa lánað Atla Albertsson til Aftureldingar en Atli sem er samningsbundinn ÍA var á láni hjá Kára fyrri hluta þessa tímabils. Atli hefur staðið sig vel með Kára á tímabilinu og skorað 11 mörk í 9 leikjum en mun núna spila með Mosfellsbæjar liðinu sem vegnað hefur ágætlega það sem…

Skagastúlkur gerðu 3-3 jafntefli gegn FH
29.07 2014 | ForsíðaSkagastúlkur mættu í kvöld liði FH á Norðurálsvellinum í stórskemtilegum leik sem endað með 3-3 jafntefli. Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem náðu frumkvæðinu í leiknum með marki á 3 mínútu en i kjölfarið kom góður leikkafli hjá Skagaliðinu með tveimur mörku en mörkin tvö skoraði Maren Leósdóttir. Þar við sat…
“Við ætlum okkur þessi þrjú stig sem eru í boði fyrir vestan”
29.07 2014 | ForsíðaSegir Jón Þór Hauksson yfirþjálfari og aðstoðarþjálfari M.fl. karla. Heil umferð fer fram í 1. deild karla miðvikudaginn 30. júlí en þá mæta Skagamenn Víkingum frá Ólafsvík. Leikurinn fer fram í Ólafsvík og er sannkallaður vesturlandsslagur. Í tilefni þess heyrðum við í Jón Þór yfirþjálfara og aðstoðarþjálfara Meistaraflokks…

Stelpurnar mæta FH á Norðurálsvellinum á morgun, þriðjudag
28.07 2014 | ForsíðaStelpurnar mæta FH í sannkölluðum 6 stiga leik á Norðurálsvellinum á morgun kl. 19:15. Með sigri getur FH nánast tryggt sæti sitt í deildinni en okkar stelpur ætla sér sín fyrstu stig á morgun. Eins og kom fram á heimasíðunni fyrr í dag þá eru töluverðar breytingar á…

Ingunn Dögg og erlendir leikmenn m.fl. kvenna á förum
28.07 2014 | ForsíðaEins og kunnugt er hafa 4 erlendir leikmenn leikið með meistaraflokki kvenna í sumar, þrjár stelpur frá USA og ein frá Bretlandi. Miklar væntingar voru gerðar til þeirra í upphafi en þær hafa ekki verið þeir afburðaleikmenn sem við vonuðumst til að myndu hjálpa hinu unga liði okkar í…
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir til liðs við ÍA
28.07 2014 | ForsíðaNýr markmaður, Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, er komin á láni frá Breiðabliki og mun klára tímabilið með stelpunum okkar. Ásta er í landsliðshópi U-19 og hefur verið í láni hjá HK/Víking fram að þessu. Við bjóðum Ástu velkomna á Skagann og væntum þess að hún hjálpi okkur við að…
Andri Júlíusson gengur tímabundið í raðir ÍA
28.07 2014 | ForsíðaAndri Júlíusson hefur gengið til liðs við ÍA, en hann hefur verið á mála hjá 3.deildar liðinu Staal í Noregi undanfarin misseri. Andri hefur æft með ÍA undanfarnar vikur, og hefur staðið sig vel og ákvað því Gunnlaugur Jónsson þjálfari að taka Andra inní leikmannahópinn tímabundið, eða þangað til…
Skrifstofan verður lokuð 29.júlí - 5.ágúst
25.07 2014 | ForsíðaSkrifstofa félagsins verður lokuð þriðjudaginn 29.júlí - þriðjudagsins 5. ágúst. Bestu kveðjur, Haddi og Rakel.
Góður sigur á Grindvíkingum
25.07 2014 | ForsíðaSkagamenn mættu í kvöld Grindavík á Norðurálsvellinum og lyktaði leikurinn með góðum 2:0 sigri okkar manna. Leikurinn var nokkuð fjörugur og mikið um færi. Í fyrri hálfleik fékk Eggert 2 dauðafæri áður en Jón Vilhelm kom Skagamönnum yfir á 45.mín eftir flotta sendingu frá Garðari. Í síðari hálfleik opnaðist…
Skagamenn mæta Grindavík á morgun fimmtudag kl. 19:15
23.07 2014 | ForsíðaNú er komið að því að fá Grindvíkinga í heimsókn en leikurinn er á Norðurálsvellinum kl. 19:15 á morgun. Við höfum harma að hefna eftir fyrri leik liðanna sem endaði með 3:2 sigri Grindvíkinga. Okkar mönnum hefur gengið brösulega að undanförnu og tapað 3 af síðustu 4 leikjum.…
Æfingafrí 21.júlí til 10.ágúst
22.07 2014 | 8. flokkurFrí er frá æfingum á tímabilinu 21. júlí til 10. ágúst. Æfingar hefjast aftur 11. ágúst
Æfingafrí 21.júlí til 10.ágúst
22.07 2014 | 5. flokkur karlaFrí er frá æfingum á tímabilinu 21. júlí til 10. ágúst. Æfingar hefjast aftur 11. ágúst
Æfingafrí 21.júlí til 10.ágúst
22.07 2014 | 5. flokkur kvennaFrí er frá æfingum á tímabilinu 21. júlí til 10. ágúst. Æfingar hefjast aftur 11. ágúst
Æfingafrí 21.júlí til 10.ágúst
22.07 2014 | 6. flokkur karlaFrí er frá æfingum á tímabilinu 21. júlí til 10. ágúst. Æfingar hefjast aftur 11. ágúst 6.fl yngri æfir þó 7. og 8. ágúst fyrir Króksmótið.
Æfingafrí 21.júlí til 10.ágúst
22.07 2014 | 6. flokkur kvennaFrí er frá æfingum á tímabilinu 21. júlí til 10. ágúst. Æfingar hefjast aftur 11. ágúst
Æ
22.07 2014 | 7. flokkur karlaFrí er frá æfingum á tímabilinu 21. júlí til 10. ágúst. Æfingar hefjast aftur 11. ágúst
Æfingafrí 21.júlí til 10.ágúst
22.07 2014 | 7. flokkur kvennaFrí er frá æfingum á tímabilinu 21. júlí til 10. ágúst. Æfingar hefjast aftur 11. ágúst
Naumt tap gegn Fylki
21.07 2014 | ForsíðaStelpurnar mættu sterku liði Fylkis í kvöld í blíðskaparveðri í Árbænum. Leiknum lyktaði með 1:0 sigri Fylkis sem skoruðu sigurmarkið á 43.mín. Okkar stelpur spiluðu vel í dag og í heild sinni var þetta besti leikur liðsins í sumar. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og okkar stelpur…
Stelpurnar mæta Fylki í Árbænum í kvöld
21.07 2014 | ForsíðaStelpurnar okkar mæta Fylkisstúlkum í Árbænum í kvöld kl. 19:15. Þetta er fyrsti leikurinn í síðari umferð Pepsideildarinnar. Fyrri leik liðanna í upphafi móts lauk með naumum sigri Fylkis 1:0 í jöfnum leik. Vonandi ná okkar stelpur upp góðum leik í dag og þá er aldrei að vita en…
0:1 tap gegn Selfossi
19.07 2014 | ForsíðaSkagamenn mættu í gærkvöldi Selfossi á útivelli í fyrsta leik síðari umferðar 1. deildar karla. Leiknum lyktaði með 1:0 sigri Selfyssinga í frekar bragðdaufum leik þar sem blautur völlur og mikil barátta einkenndi leikinn. Eina mark leiksins skoruðu Selfyssingar á 46.mín með góðu skoti frá miðju vallarins eftir varnarmistök…
“Erum staðráðnir í að mæta grimmir til leiks gegn Selfossi” segir Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA
18.07 2014 | ForsíðaNú er Íslandsmótið í 1. deild karla hálfnað og situr Skagaliðið í 2. sæti deildarinnar með 21 stig. Skagaliðið fór rólega af stað í mótinu og var með þrjú stig eftir þrjár umferðir en í kjölfarið kom virkilega góður kafli þar sem fimm leikir unnust í röð og tylltu…
Skagamenn mæta Selfyssingum í kvöld kl. 19:15
18.07 2014 | ForsíðaÞað er skammt á milli leikja þessa dagana, en Skagamenn ferðast á Selfoss í dag og mæta þar heimamönnum í fyrsta leik seinni umferðar 1.deildar karla. Eins og flestir muna var heimaleikjum félaganna víxlað í upphafi móts þar sem völlurinn á Selfossi var ekki í góðu standi í…
Skrifstofustarf / Bókari
17.07 2014 | ForsíðaKnattspyrnufélag ÍA óskar eftir starfsmanni í 100% starf á skrifstofu félagsins. Smellið á myndina til að fá frekari upplýsingar
Ný heimasíða í loftið
16.07 2014 | ForsíðaFyrir leik ÍA og KA 15. júlí var tekin í notkun ný heimasíða KFÍA. Eldri síða var komin nokkuð til ára sinna og komin tími á fríska uppá útlitið. Það sem er þó mest um vert á nýrri síðu að þar er sögu Knattspyrnunnar á Akranesi gerð gríðarlega…
Skagamenn töpuðu 2-4 gegn KA í 1. deild karla
15.07 2014 | ForsíðaSkagamenn mættu í kvöld liði KA á Norðurálsvellinum og lyktaði leiknum með svekkjandi 2-4 tapi. Gestirnir náðu frumkvæðinu í leiknum eftir 9 mín leik með glæsilegu marki en það var Hallgrímur Mar Steingrímsson sem skoraði það með þrumufleyg utan af velli upp í markhornið fjær. Skagamenn minnkuðu muninn einungis…

Skagamenn mæta KA í 1. deild karla í kvöld á Norðurálsvellinum kl. 19.15
15.07 2014 | Forsíða„Þetta verður virkilega spennandi viðurreign“ segir Arnar Már Guðjónsson leikmaður ÍA Heil umferð fer fram í kvöld í 1. deild karla en þá mæta Skagamenn liði KA á Norðurálsvellinum og hefst leikurinn kl 19.15 en það er Verslunin Omnis sem er aðalstyrktaraðili leiksins. Framundan er hörkuleikur…

Skagamenn mæta KA á Norðurálsvellinum á morgun
15.07 2014 | ForsíðaKomið er að síðasta leik í fyrri umferð 1.deildar karla á morgun, þriðjudag. Skagamenn mæta þá KA á Norðurálsvellinum kl. 19:15. Búast má við hörkuleik en þess má geta að hér mætast þau tvö lið sem skorað hafa flest mörk í deildinni hingað til. Skagamenn eru í 2. sæti…
Tap gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar
14.07 2014 | ForsíðaStelpurnar okkar mættu Íslandsmeisturum Stjörnunnar í síðasta leik fyrri umferðar Pepsideildar í kvöld. Lokatölur urðu 5:0 Stjörnunni í vil eftir að staðan í leikhléi hafði verið 4:0. Stjörnustelpur komu grimmar til leiks og skoruðu strax á 8.mín og bættu við þremur mörkum í viðbót í fyrri hálfleik á 21.,…
Stelpurnar mæta Stjörnunni í Garðabæ í kvöld
14.07 2014 | ForsíðaStelpurnar mæta Íslandsmeisturum Stjörnunnar í kvöld á Samsungvellinum í Garðabæ og hefst eikurinn hefst kl. 19:15. Þetta er síðasti leikurinn í fyrri umferð Pepsideildarinnar. Fyrirfram má búast við erfiðum leik fyrir okkar stelpur en Stjörnuliðið situr á toppi deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik það sem af er…

Skagamenn með flottan 1-3 sigur á liði Hauka
10.07 2014 | ForsíðaSkagamenn mættu liði Hauka í dag í 10 umferð 1. deildar karla og lyktaði leiknum með frábærum 1-3 útisigri okkar drengja. Leikurinn fór fram á heimavelli Hauka í Hafnarfirði og voru aðstæður til knattspyrnuiðkunnar afar erfiðar. Þéttingsvindur var þvert á völlinn auk þess sem að það hellrigndi meira og…

Skagamenn mæta Haukum á Schenkervellinum í Hafnarfirði í kvöld
10.07 2014 | ForsíðaSkagamenn eiga hörkuleik fyrir höndum í kvöld þegar þeir mæta Haukum í Hafnarfirði kl 20.00. Sigur í leiknum er afar mikilvægur eftir að liðið missteig sig eftir frábært gengi í júnímánuði, gegn KV fyrir viku síðan. Leikurinn gegn KV sýndi að það má ekkert gefa eftir í þessari…

Naumt tap gegn Breiðabliki
08.07 2014 | ForsíðaStelpurnar mættu Breiðabliki í Pepsideildinni í dag. Leiknum lauk með naumum sigri Breiðabliks 0:1 en markið skoruðu Blikastelpur á 43.mín. Leikurinn var jafn og spennandi en Blikastúlkur höfðu þó yfirhöndina í leiknum og sköpuðu sér nokkur færi í leiknum. Okkar stelpur spiluðu þéttan varnarleik og gáfu fá færi á…
ÍA - Breiðablik í Pepsideild kvenna á morgun kl. 18 ATH breyttan leiktíma
07.07 2014 | ForsíðaStelpurnar mæta Breiðablik á Norðurálsvellinum á morgun kl. 18:00. Við vekjum athygli á breyttum leiktíma en leiknum hefur verið flýtt vegna fyrri undanúrslitaleiksins á HM á morgun. Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar Í hálfleik verður hægt að kaupa kaffi, kleinu og happdrættismiða…

Skagamenn framlengja við Garðar Gunnlaugsson til tveggja ára
03.07 2014 | ForsíðaFyrir leik Skagamanna og KV í kvöld þá gekk Knattspyrnufélag ÍA frá samningi við Garðar Gunnlaugsson til næstu tveggja ára. Garðar sem er 31 árs gamall og uppalinn Skagamaður hefur farið mikinn með liðinu í 1. deild karla það sem af er þessu tímabili og skorað 9 mörk…

Skagamenn töpuðu 0-1 fyrir KV á Norðurálsvellinum
03.07 2014 | ForsíðaSkagamenn mættu í kvöld liði KV á Norðurálsvellinum og lyktaði leiknum með svekkjandi 0-1 tapi. Byrjunarlið Skagamanna var þannig skipað í leiknum: Árni Snær, Sindri Snæfells, Ármann Smári, Gylfi Veigar, Darren Lough, Hallur Flosa, Ingimar Elí, Arnar Már, Eggert Kári, Jón Vilhelm og Hjörtur Hjartar. Skagaliðið var sterkari…

Skagamenn mæta KV á Norðurálsvellinum kl .19.15 á fimmtudaginn
02.07 2014 | Forsíða„Verðum að taka þennan andstæðing mjög alvarlega“ segir Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA Skagamenn leika á morgun í 9. umferð 1. deildar karla þegar þeir fá lið KV í heimsókn á Norðurálsvöllinn. Skagaliðið hefur verið á fínu róli undanfarnar vikur og unnist hafa fimm leikir í röð en þeir…
Tap gegn ÍBV
01.07 2014 | ForsíðaStelpurnar okkar mættu ÍBV í Akraneshöllinni fyrr í dag. Lokaúrslit leiksins urðu 0:3 fyrir ÍBV. Þrátt fyrir lokatölurnar var leikurinn jafn og færi á báða bóga. Það voru fyrst og fremst klaufaleg mistök í vörninni, bæði í fyrsta og þriðja marki ÍBV sem gerðu út um leikinn. Það verður…
ÍA-ÍBV verður í Akraneshöll kl. 17:30 í dag
01.07 2014 | ForsíðaLeikið verður í Akraneshöll í dag vegan veðurs. Aðalstyrktaraðili leiksins er Viator sumarhúsaleiga. Í hálfleik, í leiknum í dag, verður hægt að kaupa kaffi, kleinu og happdrættismiða fyrir 500 krónur og rennur allur ágóði til meistaraflokks kvenna. Happdrættisvinninginn gefur Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður og verður dregið úr seldum happdrættismiðum…