Flokkur | Síðasta æfing fyrir frí | Fyrsta æfing eftir frí |
…
24.03 2015 | Forsíða
Stelpurnar léku í kvöld gegn Val í 2. leik sínum í Lengjubikarnum og gerðu sér lítið fyrir og unnu með tveimur mörkum gegn einu. Valur varð fyrri til að skora um miðjan fyrri hálfleik en Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði bæði mörk ÍA, það fyrra úr víti í fyrri hálfleik…
24.03 2015 | Forsíða
Knattspyrnufélag ÍA og VÍS hafa gert með sér 2ja ára samning um að VÍS verði áfram einn stærsti bakhjarl knattspyrnunnar á Akranesi. VÍS hefur allt frá stofnun fyrirtækisins, fyrir rúmum aldarfjórðungi og forverar þess þar áður, stutt vel við bakið á ÍA. „Það er mikið ánægjuefni að svo verði áfram,“…
24.03 2015 | Forsíða
Skagastelpur mæta Val í öðrum leik sínum í Lengjubikarnum í kvöld. Leikurinn fer fram í Akraneshöllinni og hefst kl. 19:30. Í fyrstu umferð tapaði ÍA fyrir FH 0:1 en Valur vann Aftureldingu 4:0. Ljóst er að erfiður leikur er fyrir höndum gegn sterku liði Vals, en stelpurnar hafa…
21.03 2015 | Forsíða
Byrjunarlið:
Árni Snær Ólafs Þórður ÞÞ - Ármann Smári - Arnór Snær - Darren Louch Eggert Kári - Albert Hafsteins - Marko - Ásgeir Marteins Garðar Gull - Arsenij Skagamenn hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu strax á fimmtu mínútu þegar Eggert…
21.03 2015 | Forsíða
Skagastelpur sigruðu Álftanes 2:1 í æfingaleik sem fram fór í Akraneshöllinni í gærkvöldi. Það var Maren Leósdóttir og sjálfsmark Álftanesstelpna sem kom Skagastelpum í 2:0, en Álftanes náði að minnka muninn undir lokin. Þórður Þórðarson, þjálfari sagði að hann hefði leift þeim leikmönnum sem hefðu minna fengið að leika…
20.03 2015 | Forsíða
Skagamenn mæta Keflvíkingum í Lengjubikarnum í Akaneshöllinni á laugardagsmorgun. Leikurinn hefst kl 11:15.
Skagamenn eru efstir í sínum riðli með 12 stig. Með sigri gætu þeir svo gott sem tryggt sig upp úr liðlinum.
Sem fyrr verður þetta örugglega hörkuleikur á milli þessara liða.
20.03 2015 | Forsíða
Sky Sports Italy voru á ferðinni á Skaganum í vikunni. Þeir eru að vinna heimildarmynd um íslenska fótboltaundrið sem mun verða frumsýnd á Sky Sports Italy fimmtudaginn 26.mars. Meðal efnis mun meðal annars vera heimsókn til Breiðabliks og ÍA, ásamt viðtali við Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara. Á Skaganum tóku þeir…
20.03 2015 | Forsíða
Meistaraflokkur kvenna spilar æfingaleik við Álftanes í Akraneshöllinni í kvöld kl. 19:15. Þórður þjálfari mun leyfa þeim leikmönnum að spreyta sig sem leikið hafa lítið í síðustu leikjum. Stelpurnar mæta síðan Val í Lengjubikarnum á þriðjudag.
19.03 2015 | Forsíða
Meistaraflokkur Skagamanna mun fara í æfingaferð til Danmerkur daganna 9 til 12 apríl n.k. Farið verður til danska úrvalsdeildarliðsins FC Nordsjælland, en þjálfari liðsins er Ólafur Kristjánsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks, en hann hafði milligöngu um það að Skagamenn fengju aðstöðu hjá félaginu. Skagamenn munu æfa við góðar aðstæður…
19.03 2015 | Forsíða
„Það hefur verið góður stígandi í leik okkar í vetur. „ sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson , framherji Skagamanna „Þjálfararnir eru að móta það lið sem við leggjum upp með í sumar. Efniviðurinn er góður. Mér lýst mjög vel á það sem ég hef séð til erlendu leikmannanna, Þeir hafa…
19.03 2015 | Forsíða
Hið stórglæsilega Konukvöld ÍA verður haldið föstudaginn 27. mars. Nú þegar eru yfir 150 miðar seldir. Tryggið ykkur miða í tíma - þetta veður frábært kvöld !
16.03 2015 | Forsíða
Skagastelpur í meistaraflokki kvenna töpuðu naumlega gegn FH 0:1 í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum í síðustu viku. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni. Eina mark leiksins kom á 73 og voru það gestirnir sem skoruðu það mark sem færði þeim sigurinn í leiknum. Lið Skagamanna var þannig skipað.: Berglind…
13.03 2015 | Forsíða
Meistaraflokkur kvenna hefur leik í Lengjubikarnum í kvöld þegar þær mæta FH í Akraneshöllinni kl. 19:15. Lengjubikarsleikir verða spilaðir fram í maí og munu stelpurnar leika við Afturelding, KR, Valur og Þróttur R.
12.03 2015 | Forsíða
Skagamenn töpuðu sínum fyrsta leik í Lengjubikarnum þegar þeir léku gegn Val í Egilshöllinni í kvöld. En leiknum lauk með sigri Valsmanna 3:1. Valsmenn skoruðu öll mörk sín í fyrri hálfleik og leiddu því 3:0 í hálfleik. En það var hinn ungi og efnilegi Albert Hafsteinsson sem minnkaði muninn…
12.03 2015 | Forsíða
Er ekki kominn tími til að læra alvöru dómgæslu á knattspyrnuvellinum og bæta við þá þekkingu sem þið hafið á hliðarlínunni
KFÍA og KDA (Knattspyrnudómarafélag Akraness) standa fyrir dómaranámskeiði miðvikudaginn 18. mars kl. 16-18 í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum. Við hvetjum alla, unga…
12.03 2015 | Forsíða
Skagamenn leika sinn fimmta leik í Lengjubikarnum þega þeir mæta Val í Egilshöll í kvöld kl 19:00 Skagamenn eru með fullt hús stiga í sínum riðli í Lengjubikarnum og verður þetta örugglega baráttuleikur tveggja góðra liða. Serbinn Marko Andelkovic er kominn til liðs við Skagamenn og gæti hann hugsanlega…
10.03 2015 | Forsíða
Árni Snær Ólafsson markmaður hefur framlengt samning sinn við ÍA um 2 ár og gildir hann út tímabilið 2017. Árni Snær er 23 ára gamall og spilaði sinn fyrsta deildarleik sumarið 2009 en síðasta tímabil var hans fyrsta sem aðalmarkmaður ÍA liðsins. Gunnlaugur þjálfari er ánægður með að…
10.03 2015 |
Lokað hefur verið fyrir skráningu á Norðurálsmót 2015 þar sem mótið er orðið fullt.
Hlökkum til að hitta keppendur og stuðningsmenn þeirra 19. - 21. júní 2015
08.03 2015 | Forsíða
Helgi Hannesson íþróttakennari er látinn, 76 ára að aldri. Ævistarf Helga var íþróttakennsla og kenndi hann aðallega sund auk þess sem hann var forstöðumaður sundlauga á Akranesi, lengst af í Bjarnalaug. Helgi ólst upp á Akranesi og voru foreldrar hans þau Herdís Ólafsdóttir verkalýðsfrömuður og Hannes Guðmundsson verkamaður. Helgi…
07.03 2015 | Forsíða
Darren Lough skoraði sigurmark Skagamanna, þegar þeir unnu lið Grindavíkur 3:2 í Akraneshöllinni í morgun í Lengjubikarnum. Þetta var fjórði sigur Skagamanna í röð og eru þeir nú í efsta sæti riðilsins með fullt húsa stiga, eða 12 stig. Það var Arnar Már Guðjónsson sem kom Skagamönnum á bragðið…
06.03 2015 | Forsíða
Skagamenn mæta Grindvíkingum í 4. umferð Lengjubikarsins í Akraneshöllinni kl. 11:15 á morgun. Framherjinn Arsenij Buinickij, markahæsti leikmaður KA í fyrra, er kominn til landsins og búið er að ganga frá félagaskiptum fyrir hann þannig að hann er löglegur með ÍA á morgun. Arsenij mun að öllum líkindum spila…
03.03 2015 | Forsíða
„Þetta var fín ferð til Akureyrar. Við unnum Þórsara nokkuð örugglega Í Lengjubikarnum á fimmtudagskvöldið og dvöldum svo nyrðra fram á laugardag, svona til þess að efla andann hjá hópnum. „ sagði Ármann Smári Björnsson fyrirliði Skagamanna . „Þetta var ágætis leikur hjá okkur. Við vorum heilt yfir betri…
01.03 2015 |
Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á Norðurálsmótið.
Leiðbeiningar um skráningu og greiðslu skráningargjalds er hér.
Hér er linkur á skráningarformið.