Tap gegn Valsmönnum í kvöld

29.06 2015 | Forsíða

Skagamenn mættu liði Valsmanna í kvöld á Vodafonevellinum og endaði leikurinn með sigri Valsmanna 4-2. Valsarar komu öflugri inn í þennan leik og átti skagavörnin oft í vandræðum að eiga við spræka heimamenn. Valur komst svo yfir um miðjan fyrri hálfleik en skömmu síðar átti Ólafur Valur Valdimarsson frábært…


Skagamenn heimsækja Valsmenn á morgun

27.06 2015 | Forsíða

Á morgun klárast 10. umferð Pepsi-deildar karla þegar Skagamenn heimsækja Valsmenn á Vodafonevöllinn kl. 19:15. Um mikilvægan leik er að ræða fyrir okkar menn til að halda áfram góðu gengi og koma okkur lengra frá fallbaráttunni. Skagamenn eru í 10. sæti deildarinnar eftir virkilega góðan sigur á Keflvíkingum í…


Góður sigur hjá Skagastelpum

27.06 2015 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna sigraði lið ÍR/BÍ/Bolungarvík 5-0 í 1.deild kvenna A-riðli í dag.  Skagastelpur höfðu nokkra yfirburði í leiknum og hefðu getað skorað fleiri mörk.  Í hálfleik var staðan 3-0 með mörkum frá Bryndísi Rún Þórólfsdóttur, Maren Leósdóttur og Eyrúnu Eiðsdóttur.  Í síðari hálfleik bættu Eyrún og svo Unnur Ýr…


Skagastepur mæta ÍR/BÍ/Bolungarvík á morgun

26.06 2015 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna mætir ÍR/BÍ/Bolungarvík í fjórða leik ÍA í 1. deild á Norðurálsvellinum á morgun en leikurinn hefst kl. 16:00. Stelpurnar hafa fullan hug á að koma til baka eftir tapið gegn Haukum í síðasta leik og koma sér aftur í toppbaráttuna en fimm stig eru í toppliðin. Við…


{texti}

Landsleikir á Norðurálsvelli fim 25.júní, frítt inn og veitingar í boði

24.06 2015 | Forsíða

Fimmtudaginn 25. júní fara fram 2 landsleikir á Norðurálsvellinum í úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna.  Fyrri leikurinn er kl. 13 og þar mætast stórþjóðirnar Þýskaland og Spánn.  Í seinni leiknum kl. 19 mætast Ísland og England.  Frítt er á báða leikina.  Á báðum leikjum verður boðið uppá grillaðar pylsur…


Frábær sigur á Keflavík í kvöld

22.06 2015 | Forsíða

Skagamenn mættu liði Keflvíkinga í kvöld á Norðurálsvellinum og endaði leikurinn með mikilvægum heimasigri 4-2. Skagaliðið byrjaði leikinn af krafti og eftir tveggja mínútna leik skoraði Arsenij Buinickij eftir frábæran undirbúning og sendingu frá Ólafi Val Valdimarssyni. Keflvíkingar jöfnuðu metin skömmu síðar. Þeir komust svo yfir eftir rúmlega hálftíma…


Frábært Norðurálsmót að baki

22.06 2015 | Forsíða

Knattspyrnufélag ÍA vill þakka öllum þátttakendum á Norðurálsmótinu 2015 fyrir komuna á Akranes. Vonandi var dvölin ánægjuleg og þið eruð öll velkomin hvenær sem er á Skagann. Félagið þakkar einnig hundruð sjálfboðaliða sem hafa lagt mikla vinnu í undirbúning og framkvæmd mótsins. Margar hendur vinna létt verk og í sameiningu…


Skagamenn fá Keflvíkinga í heimsókn í kvöld

22.06 2015 | Forsíða

Í dag klárast 9. umferð Pepsi-deildar karla þegar Skagamenn fá Keflvíkinga í heimsókn á Norðurálsvöll kl. 19:15. Um mjög mikilvægan leik er að ræða fyrir bæði lið. Skagamenn eru í 10. sæti deildarinnar eftir tvo ágæta leiki nýlega en Keflvíkingar eru í botnsætinu og mega ekki við tapi til…


Tap hjá stelpunum gegn Haukum

19.06 2015 | Forsíða

Stelpurnar mættu Haukum í 1. deild kvenna á Schenkervellinum í kvöld. Um hörkuleik var að ræða enda má búast við að bæði liðin verði í toppbaráttunni í sumar. Það var töluvert jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en fá færi sköpuðust og því markalaust í hálfleik. Haukar komust svo…


{texti}

Handbók Norðurálsmótsins 2015 tilbúin

17.06 2015 | Forsíða

Handbók Norðurálsmótsins 2015 er tilbúin með skipulagi mótsins á föstudegi, gistingu, mat o.fl.  Hana má nálgast á neðangreindum link: https://drive.google.com/a/kfia.is/file/d/0BwlFJS9PGtwobVRvbWpZb0Vkc2s/edit Velkomin á Norðurálsmótið á Skaganum !


{texti}

Skagastelpur mæta Haukum á morgun

17.06 2015 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna mætir Haukum í þriðja leik ÍA í 1. deild á Schenkervellinum að Ásvöllum á morgun en leikurinn hefst kl. 20:00. Mikill hugur er í stelpunum en þær hafa byrjað tímabilið vel með einn sigur og eitt jafntefli og eru í harðri toppbaráttu. Haukar hafa unnið tvo leiki…


Handbók Norðurálsmótsins 2015 tilbúin

17.06 2015 |

Handbók Norðurálsmótsins 2015 er tilbúin með skipulagi mótsins á föstudegi, gistingu, mat o.fl.  Hana má nálgast á neðangreindum link:   https://sagan.kfia.is/assets/N15_-_Handbók_mótsins_-_Júní_17.pdf   Velkomin á Norðurálsmótið á Skaganum !


Handbók, gististaðir o.fl kemur 17.júní

16.06 2015 |

Lokaútgáfa handbókar, gististaðir og tjaldsvæði félaga verður birt á morgun, 17.júní.  Keppnisleikir föstudagsins verða birtir í síðasta lagi á fimmtudagsmorgun. Bestu kveðjur, Stjórn Norðurálsmótsins


{texti}

Jafntefli í Vesturbænum.

16.06 2015 | Forsíða

Skagamenn mættu liði KR-inga í gærkvöld á Alvogen-velllinum í Vesturbænum og lyktaði leiknum með 1-1 jafntefli. Skagaliðið mætti kröftugt til leiks og uppskar þó nokkkur færi í fyrri hálfleiknum.  Ásgeir Marteins slapp í gegn á 10 mín leiksins en brást bogalistinn í þröngu færi. Skagamenn fylgdu þessu eftir með…


{texti}

Skaginn mætir KR í Frostaskjólinu

14.06 2015 | Forsíða

Á morgun klárst 8. umferð Pepsi-deildar karla þegar Skagamenn halda í Frostaskjólið og mæta liði KR-inga á Alvogen-vellinum. Leikurinn hefst kl. 19.15 og má búast við hörkuviðurreign fyrir okkar drengi. KR-liðið vermir 5. sæti deildarinnar eftir tap í síðustu umferð gegn liði Valsmanna á meðan Skagaliðið dvelur í 10.…


Jafntefli hjá stelpunum gegn HK/Víkingi

13.06 2015 | Forsíða

Stelpurnar mættu HK/Víkingi  í 1,deild kvenna á Norðurálsvellinum í dag.  Um hörkuleik var að ræða enda er reiknað með báðum liðum í toppbaráttu riðilsins í sumar.  Jafnræði var með liðunum framan af leik en fljótlega tóku Skagastelpur frumkvæðið og sóttu mikið en HK/Víkingur varðist vel.  Skagastelpur fengu góð færi…


Skagastelpur mæta HK/Víking á morgun

12.06 2015 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna mætir HK/Víking í annarri umferð 1. deildar kvenna á Norðurálsvellinum á morgun en leikurinn hefst kl. 13:00. Mikill hugur er í stelpunum en þær unnu Augnablik í fyrstu umferð þar sem þær áttu góðan leik. HK/Víkingur hefur unnið báða sína leiki í deildinni svo um algjöran toppslag…


Norðurálsmótið á Akranesi 2015

10.06 2015 | Forsíða

Ágætu bæjarbúar! Framundan er Norðurálsmótið fyrir 7. flokk karla en það verður haldið 19. - 21. júní. Þetta mót er einn stærsti viðburður sem haldinn er á Akranesi, keppendur, þjálfarar og fararstjórarar eru rúmlega 2.000 og því má gera ráð fyrir um 5.000 manns í bæinn okkar í tengslum…


Kalli Þórðar fær gullmerki Knattspyrnufélags ÍA

08.06 2015 | Forsíða

Karl Þórðarson heiðraður af Knattspyrnufélagi ÍA. Þann 31. maí sl. varð Karl Þórðarson 60 ára. Af því tilefni hefur Knattspyrnfélag ÍA ákveðið heiðra hann með gullmerki félagsins. Knattspyrnuferill Karls var í senn viðburðaríkur og sigursæll. Hann lék sinn fyrsta leik með Akranesliðinu í júní 1972, þá nýorðinn 17 ára…


{texti}

Jafntefli gegn Fylki

08.06 2015 | Forsíða

Skagamenn mættu Fylkismönnum í 7.umferð Pepsideildar karla á Norðurálsvellinum í gærkvöldi.  Eftir þrjá tapleiki í röð í deildinni voru okkar menn staðráðnir í að selja sig dýrt í leiknum og sú varð raunin.  Mikil barátta var í leiknum frá upphafi til enda, lítið um færi og 8 gul spjöld…


{texti}

Skaginn mætir Fylki

07.06 2015 | Forsíða

Skagamenn mæta í dag liði Fylkis-manna í 7. umferð Pepsi-deildar karla og fer leikurinn fram á Norðurálsvellinum og hefst hann kl. 19.15. Aðalstyrktaraðili leiksins er Errea. Eftir dapurt gengi í undanförnum leikjum þá eru drengirnir okkar staðráðnir í að rétta sinn hlut. Framundan er hörkuviðurreign gegn sterku Fylkisliði og…


Stelpurnar úr leik í Borgunarbikarnum

06.06 2015 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna hélt norður á Akureyri í gær og lék við Pepsideildarlið Þór/KA í 16 liða úrslitum Borgunarbikarnum í gærkvöldi.  Leikið var innanhúss í Boganum á Akureyri.  Skagastelpur spiluðu agaðan varnarleik og var ekkert mark skorað í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik gáfu okkar stelpur eftir og fyrsta…


Æfingatímar yngri flokka í sumar

05.06 2015 | Forsíða

Nú fer skólastarfi að ljúka og sumaræfingar að taka við. Æfingar hefjast samkvæmt þessari áætlun þriðjudaginn 9. júní. Við minnum einnig á að skráning í Knattspyrnuskólann stendur yfir í Nóra. Æfingatímar í 5.-8. flokki verða sem hér segir í sumar.:   5. flokkur karla Alla virka daga 9-10:15 (eða…


{texti}

Tap gegn Fjölni í Borgunarbikarnum

04.06 2015 | Forsíða

Skaginn mætti í gærkvöld liði Fjölnis í Borgunarbikarnum og mátti sætta sig við 0-3 tap á Norðurálsvellinum. Fjölnisliðið byrjaði leikinn af krafti og leiddi sanngjarnt 0-2 í hálfleik. Leikur Skagamanna var slakur í fyrri hálfleik og gekk liðinu til að mynda afleitlega að skapa sér markverðar sóknir. Eina marktilraun…


{texti}

Skaginn mætir Fjölni í kvöld í Borgunarbikarnum

03.06 2015 | Forsíða

Skaginn á leik í kvöld gegn liði Fjölnis-manna í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn fer fram á Norðurálsvellinum og hefst hann kl. 19.15. Eftir ágæta byrjun Skagamanna á tímabilinu og fína spilamennsku í fyrstu þremur leikjum deildarkeppninnar þá hafa þrír tapleikir í röð fylgt í kjölfarið. Síðasti tapleikur var einmitt…