
Leikir í Akraneshöll um helgina
26.02 2016 | ForsíðaÍ kvöld, föstudagskvöldið 26. febrúar, fara fram tveir leikir í Akraneshöllinni. Kári tekur á móti Þrótti, Vogum í Fótbolti.net mótinu kl. 19:00. Í beinu framhaldi, eða kl. 21:00, taka svo stelpurnar í meistaraflokki kvenna hjá ÍA á móti ÍBV í æfingaleik. Á morgun, laugardag, tekur 5. flokkur karla…
Góður sigur á Fram í æfingaleik
23.02 2016 | ForsíðaMeistaraflokkur karla lék æfingaleik við Fram í Akraneshöllinni um liðna helgi. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill en okkar menn fengu nokkur færi sem ekki nýttust og því var markalaust í hálfleik. Í síðari hálfleik kom meira líf í leikinn og Garðar Gunnlaugsson skoraði gott mark eftir stoðsendingu frá Aroni…
70 ára afmælismyndband
20.02 2016 | Forsíða70 ára saga í myndum á 6 mínútum lýsir best þessu skemmtilega myndbandi sem sýnt var á aðalfundi félagsins 19. febrúar 2016. Heiðar Mar Björnsson setti saman myndbandið og eru honum færðar kærar þakkir fyrir það ! https://www.youtube.com/watch?v=GUFanOcH254&feature=youtu.be
Hátíðlegur aðalfundur KFÍA
19.02 2016 | ForsíðaÁrsskýrslu KFÍA 2015 má finna hér: https://sagan.kfia.is/assets/rsskýrsla_KFÍA_2015_final_final_18_febrúar_2016.pdf Fimmtudaginn 18. febrúar 2016 var aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) haldinn í hátíðarsal ÍA á Jaðarsbökkum á Akranesi. Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA setti fundinn og fram kom í hans máli að rekstur félagsins gengur vel og fer iðkendum fjölgandi á milli…

Helgin 19.-21. febrúar í Akraneshöllinni
19.02 2016 | ForsíðaEins og allar helgar er höllin okkar full af fótbolta núna um helgina. Í kvöld kl. 20 mun 3.fl.kvk taka á móti KA stelpum í æfingaleik Á morgun, laugardag, mun meistaraflokkur karla opna Höllina með æfingaleik gegn Fram. Liðin mættust síðast í Lengjubikar þessa sömu helgi fyrir…

Tap gegn FH í lokaleik Faxaflóamótsins
19.02 2016 | ForsíðaMeistaraflokkur kvenna lék í gærkvöldi sinn síðasta leik í Faxaflóamótinu þegar þær tóku á móti FH í Akraneshöllinni í gær. Skagakonur áttu afar erfitt uppdráttar í leiknum sem endaði með 3-0 sigri FH. Stelpurnar okkar riðu ekki feitum hesti frá Faxaflóamótinu þetta árið, aðeins einn sigur í fimm…
Arnór í landsliðsverkefni
19.02 2016 | ForsíðaArnór Sigurðsson hefur verið valinn í U17 ára landslið karla sem mun leika tvo æfingaleiki gegn Skotum í næstu viku, 23. og 25. febrúar. Segja má að leikirnir séu liður í undirbúningi fyrir þátttöku liðsins í milliriðli EM2016 en hann verður leikinn í Frakklandi 29. mars - 3. apríl…

Garðar með þrennu í sigri ÍA á Grindavík
15.02 2016 | ForsíðaMeistaraflokkur karla lék sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum í Akraneshöllinni í gær. Lokatölur leiksins urðu 5-0 fyrir ÍA en staðan í hálfleik var 1-0. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn eign Skagamanna frá upphafi til enda en Grindvíkingar hafa oftast sýnt meiri mótspyrnu en í gær. Ásgeir…
Lengjubikarinn í Akraneshöllinni og fleiri leikir
12.02 2016 | ForsíðaNúna um helgina munu fara fram þrír leikir í Lengjubikarnum hér í Akraneshölllinni. Í fyrsta leiknum, kl. 15:00 laugardaginn 13. febrúar, munu eigast við Víkingur, Ólafsvík og Selfoss. En í beinu framhaldi, kl. 17:00 tekur Kári á móti Reyni Sandgerði. Það er svo 6. flokkur karla sem opnar…
Skráning til þátttöku á Norðurálsmóti 2016
11.02 2016 |Skráning fyrir Norðurálsmót 2016 opnar 1. mars og verður opin til og með 10. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar má finna hér. …

Tap gegn Breiðabliki og Stjörnunni
11.02 2016 | ForsíðaMeistaraflokkur karla lék æfingaleik í Fífunni í gær gegn Breiðabliki. Lokatölur þar urðu 1-0 Breiðabliki í hag og verða það að teljast sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins. Bæði lið leyfðu mörgum leikmönnum að spreyta sig í leiknum, sem fer í reynslubankann. Meistaraflokkur kvenna lék gegn Stjörnunni í Akraneshöllinni…

Meistaraflokkarnir spila í kvöld
10.02 2016 | ForsíðaMeistaraflokkur kvenna tekur á móti Stjörnunni í Akraneshöllinni í dag kl. 19. Sá leikur er liður í Faxaflóamótinu. Fyrir leikinn eru ÍA stelpur með 3 stig eftir einn sigur og tvö jafntefli en Stjörnustelpur eru í næsta sæti fyrir ofan með 6 stig. Það er ljóst að leikurinn verður…

Helgin framundan
05.02 2016 | ForsíðaMeistaraflokkarnir okkar eiga ekki leiki nú um helgina en það þýðir að sjálfsögðu ekki að hér ríki einhver ládeyða. Á morgun, laugardag, tekur 2. flokkur karla hjá ÍA/Kára á móti Breiðabliki í Faxaflóamóti, en sá leikur hefst kl. 15:00. Í beinu framhaldi, eða kl. 17:00, verður svo leikur…
Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA
04.02 2016 | ForsíðaAðalfundur Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20 í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf Heiðursviðurkenningarí tilefni 70 ára afmælis félagsins Heiðursgestur: Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ Áhugasamir aðilar sem hafa hug á að starfa í stjórnum félagsins eru vinsamlegast beðnir um að snúa…
Íþróttabandalag Akraness er 70 ára í dag
03.02 2016 | ForsíðaÍþróttabandalag Akraness er 70 ára í dag. Það var stofnað þann 3.febrúar árið 1946 af knattspyrnufélögunum KA og Kára. Fyrsti formaður þess var Þorgeir Ibsen. ÍA tók við af Íþróttaráði Akraness sem var stofnað af sömu félögum árið 1934. Árið 1946 var ár mikilla framfara í íþróttastarfsemi á Akranesi.…
Megan Dunnigan og Rachel Owens til ÍA
02.02 2016 | ForsíðaMeistaraflokkur kvenna hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir sumarið. Megan Dunnigan, varnarmaðurinn sterki, einn allra besti leikmaður liðsins í fyrra, hefur ákveðið að snúa aftur og spila með liðinu í Pepsideildinni. Auk þess hefur félagið samið við miðjumanninn Rachel Owens, en þær léku saman í bandaríska háskólaliðinu Stephen F Austin…