Grátlegt tap gegn Víking í kvöld í hörkuleik

29.05 2016

Meistaraflokkur karla spilaði í kvöld við Víking R í sjöttu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn hófst af miklum krafti og strax á annarri mínútu hafði Jón Vilhelm Ákason skoraði með frábæru skoti eftir góðan undirbúning Ásgeirs Marteinssonar. Víkingar voru ekki lengi að jafna því þeir gerðu það nánast strax í næstu sókn. Mínútu síðar komust Skagamenn svo aftur yfir þegar Garðar Gunnlaugsson skoraði eftir góða sendingu frá Ásgeiri Marteinssyni. Eftir þetta róaðist nokkuð yfir leiknum en ÍA hélt áfram að sækja og skapa sér góð færi. Undir lok hálfleiksins vildu okkar menn svo fá vítaspyrnu þegar Albert Hafsteinsson var felldur í vítateignum en ekkert var dæmt. Víkingar fengu svo nokkur ágæt færi en náðu ekki að nýta þau. Staðan í hálfleik var því 1-2 fyrir ÍA.

 

Seinni hálfleikur hófst svo af krafti af hálfu Víkinga. Skagamenn bökkuðu heldur mikið og leyfðu heimamönnum að taka leikinn yfir. Það skilaði sér í jöfnunarmarki Víkings þegar skammt var liðið af hálfleiknum og þeir áttu mun meiri í hálfleiknum án þess að skapa sér markverð færi. Þegar leið á hálfleikinn fór ÍA að sækja meira og skapa sér ágæt færi en okkar menn náðu ekki að nýta sér þau. Víkingar sóttu og voru ávallt líklegir og þeir náðu að skora sigurmark leiksins í uppbótartíma. Leikurinn endaði því með 3-2 sigri Víkings sem var grátlegt eftir að Skagamenn höfðu skoraðtvö góð mörk og verið allan tímann í leiknum. 

 

Liðsskipan var þannig að Árni Snær var í marki. Í vörninni voru Darren, Ármann Smári, Gylfi Veigar og Þórður Þorsteinn. Á miðjunni voru Arnór Snær, Albert og Ásgeir. Í sókninni voru Ólafur Valur, Jón Vilhelm og Garðar. Varamenn sem spiluðu leikinn voru Eggert Kári, Steinar og Hallur.
 

Næsti leikur er svo gegn Þrótti R á Víkingsvelli sunnudaginn 5. júní kl. 19:15 í Pepsi-deildinni. Við hvetjum Skagamenn til að mæta og styðja okkar menn.

Til baka