Helgin 22.-24. janúar í Akraneshöllinni

22.01 2016

Að vanda er mikið um að vera í Akraneshöllinni þessa helgina. 

 

Föstudagur:

Fjörið byrjar kl. 18:15 í dag þegar 2.flokkur kvenna hjá ÍA mætir sameinuðu liði Selfoss/Hamars/Ægis í Faxaflóamótinu. Liðin eru í neðstu tveimur sætum A-deildar hafa því ágætt tækifæri þarna til að fikra sig upp töfluna.

Í beinu framhaldi tekur Knattspyrnufélag Kára á móti Ægi í æfingaleik kl. 20:00.

 

Laugardagur:

Í fyrri leik dagsins tekur meistaraflokkur karla hjá ÍA á móti KR í hreinum úrslitaleik í sínum riðli í fótbolti.net mótinu. Endi leikurinn með sigri okkar manna eða jafntefli munu þeir leika til úrslita í mótinu gegn annað hvort Stjörnunni eða ÍBV, en tapist leikurinn á morgun leika þeir um annað sætið í mótinu.

Seinni leikurinn er viðureign Víkings Ólafsvík og ÍBV, einnig í fótbolti.net mótinu og ráðast úrslitin í þeim riðli einnig með þessum leik. 

Sjá nánar um fótbolti.net mótið hér: http://fotbolti.net/news/22-01-2016/b-tveir-L-beint-i-net-motinu-hvada-lid-fara-i-urslit-b

 

Sunnudagur:

3. flokkur kvenna fær FH í heimsókn í Faxaflóamótinu kl. 11:00

3. flokkur karla tekur á móti Stjörnunni á Faxaflóamótinu. Um tvo leiki verður að ræða, leiki A-liða kl. 13:00 og B-liða kl. 14:30

4. flokkur kvenna leikur einnig á Faxaflóamótinu en þær taka á móti sameinuðu liði Selfoss/Hamars/Ægis kl. 16:00

Til baka