Helgin í Akraneshöllinni

22.04 2016

Helgina 22.-24. apríl verða eftirfarandi leikir í Akraneshöllinni:

 

Fyrripart laugardags taka bæði A og B lið 2. flokks ÍA/Kára á móti sameinuðum liðum Selfoss/Hamars/Ægis/Árborgar í Faxaflóamótinu. Heimaliðin í báðum deildum ættu að vera sterkari aðilinn, en A liðið er í 5. sæti sinnar deildar og B liðið í 3. sæti sinnar deildar. Lið Selfoss/Hamars/Ægis/Árborgar er í báðum tilvikum í næstneðsta sætinu. Fyrri leikurinn fer fram kl. 11:00 og sá síðari kl. 12:45.

 

Á sunnudagsmorguninn tekur 5. flokkur kvenna á móti Stjörnunni, einnig í Faxaflóamótinu.  Leikir A og C liða verða kl. 12:00 en leikur B liðsins kl. 12:50.  Allir þessir leikir eru gegn Stjörnunni. Seinnipartinn tekur svo 5.flokkur karla á móti FH í sömu keppni, leikir A og C liðs kl. 16:00, B og D liðs kl. 16:50 og leikir C og D liðs (2) kl. 17:40

 

Áfram ÍA!

Til baka