Karla og kvennalið ÍA eiga bæði leiki í dag.

06.06 2014

Það verður nóg um að vera hjá meistaraflokkunum okkar í dag en bæði liðin eiga fyrir höndum verðug verkefni.

Karlaliðið mun í kvöld mæta liði HK á Norðurálsvellinum í 1 deild karla en leikurinn hefst kl. 19.15. Það má búast við hörkuleik en HK liðið sem er nýliði í 1.deildinni hefur farið vel af stað og er enn taplaust með 8 stig í 4 sæti deildarinnar. Skagamenn geta komist upp fyrir þá með sigri í kvöld og þá farið í 9 stig í 2.-3. sæti deildarinnar.

Kvennalið ÍA leikur á sama tíma í Borgunarbikarnum og fer sá leikur fram gegn Selfoss konum fyrir austan fjall. Stúlkurnar okkar eiga þar harma að hefna eftir 3-1 tap gegn sama liði fyrr í vikunni.

Við hvetjum Skagamenn til þess að fjölmenna á leikina í kvöld og hvetja okkar leikmenn til sigurs.

Til baka