KFÍA og Errea gera nýjan samning til 5 ára

13.05 2016

Knattspyrnufélag ÍA og Errea hafa endurnýjað samning sinn til 5 ára og gildir hann út árið 2021.  Báðir aðilar hafa verið ánægðir með samstarfið síðastliðin 10 ár.  Það er mikilvægt fyrir félagið að hafa sterkan bakhjarl eins og Errea til að vera með okkur til framtíðar.
Allir flokkar ÍA munu leika í Errea búningum og hægt verður að kaupa allar ÍA - Errea vörur í nýrri og glæsilegri verslun Errea í Bæjarlind 14-16, Kópavogi, og á vefsíðunni http://www.errea.is
Í versluninni Nínu á Akranesi verður áfram hægt að kaupa keppnistreyju, stuttbuxur og sokka.
Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir leik ÍA og Fjölnis í gær þegar samstarfið var kynnt.  Á myndinni eru f.v. Hafsteinn Ómar Gestsson sölustjóri Errea, Sævar Freyr Þráinsson varaformaður KFÍA, Örn Gunnarsson stjórnarmaður KFÍA, Þorvaldur Ólafsson framkvæmdastjóri Errea og Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri KFÍA.

Til baka