Maður leiksins gegn Val

18.07 2016

Eins og við höfum þegar komið inná vann meistaraflokkur karla hjá ÍA baráttusigur á Val í Pepsideildinni í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp í efri hluta deildarinnar, 6. sætið.

 

Skotinn Iain Williamson var valinn maður leiksins að þessu sinni og hlaut hann að launum listaverk eftir Aldísi Petru Sigurðardóttur. Listakonan er fædd og uppalin hér á Skaganum, æfði lengi fótbolta með ÍA og á m.a. að baki 15 leiki með meistaraflokki kvenna. Aldís Petra útskrifaðist af myndlistabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og fór í framhaldinu í nám á myndlistabraut Listaháskóla Íslands. Eftir eitt ár í því námi ákvað hún að söðla um og fara í vöruhönnun. Við þökkum Aldísi Petru kærlega fyrir hennar framlag.

 

Á myndinni má sjá listakonuna afhenda Iain Williamson myndina en með þeim á myndinni er Magnús Guðmundsson stjórnarformaður Knattspyrnufélags ÍA.

Til baka