Naumt tap gegn Breiðabliki
08.07 2014Stelpurnar mættu Breiðabliki í Pepsideildinni í dag. Leiknum lauk með naumum sigri Breiðabliks 0:1 en markið skoruðu Blikastelpur á 43.mín. Leikurinn var jafn og spennandi en Blikastúlkur höfðu þó yfirhöndina í leiknum og sköpuðu sér nokkur færi í leiknum. Okkar stelpur spiluðu þéttan varnarleik og gáfu fá færi á sér og stóðu vel í Blikaliðinu sem vermir annað sætið í deildinni. Stelpurnar sköpuðu sér nokkur hálffæri og skot utan af velli en náðu ekki að ógna marki Blika verulega í leiknum. ÍA stúlka leiksins var valin Valdís Marselía Þórðardóttir sem stóð sig vel sem miðvörður í vörninni. Þórður Þórðarson þjálfari var nokkuð sáttur við spilamennsku liðsins í dag, sjá viðtal við Þórð hér:
http://fotbolti.net/news/08-07-2014/thordur-thordar-eg-er-anaegdur-med-skagastelpurnar
og meiri umfjöllun um leikinn á fotbolti.net
http://fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=1222
Stelpurnar mæta næst Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Garðabæ, mánudaginn 14. júlí kl. 19:15.