Naumt tap gegn FH

24.01 2015

Skagamenn töpuðu naumlega , 1:2 fyrir FH á Fótbolta.net mótinu í morgun.  FH skoraði sigurmarkið á lokamínútunum í leiknum.  En þá voru Skagamenn búnir að vera einum leikmanni færri lengst af síðari hálfleiks.
Staðan var markalaus í hálfleik, en í upphafi síðari hálfleiks náði FH forystunni. Skömmu síðar fékk Þórður Þ.Þórðarson sitt annað gula spjald í leiknum og því brottvísun af velli.  Þrátt fyrir mótlætið náðu Skagamenn að jafna leikinn 1:1 með marki Garðars Gunnlaugsson beint úr aukaspyrnu.

En það var síðan á lokaandartökum leiksins sem FH náði að tryggja sér sigurinn.

Skagamenn  munu nú leika um 5.sætið á Fótbolta.net mótinu í næstu viku.

Til baka