Naumt tap gegn Stjörnunni í lokaleiknum.

28.09 2014

Stelpurnar mættu íslandsmeisturum Stjörnunnar á Norðurálsvellinum í lokaleik Pepsideildarinnar í gær.  Lokatölur leiksins urðu 2-1 Stjörnunni í vil.  Stelpurnar okkar spiluðu vel í gær og náðu að halda góðu Stjörnuliði í skefjum.  Stjarnan komst yfir á 36.mín en Maren Leósdóttir jafnaði leikinn fyrir ÍA á 78. mín.   Stjarnan skoraði svo sigurmarkið á 82.mín og þar við sat.

Nú er löngu og ströngu keppnistímabili lokið hjá stelpunum.  Þær eru reynslunni ríkari eftir dvölina í Pepsideildinni.  Ekki er annað að heyra en að kjarni liðsins haldi áfram og ælti sér að vinna aftur sæti í efstu deild að ári !

Nánar um leikinn hér:  http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=341750

Til baka