Omnis kynnir ÍA - Valur í Pepsideild kvenna

26.05 2014

Á morgun, þriðjudaginn 27. maí, mæta Skagastúlkur vösku liði Vals á Norðurálsvelli kl. 19:15.   Aðalstyrktaraðili leiksins er Omnis.  Sú nýbreytni verður á leiknum á morgun að í hátíðarsalnum í hálfleik verður selt kaffi, kleina og happdrættismiði í einum pakka á 500 kr.  og verður fallegur gripur frá Dýrfinnu Torfadóttur í verðlaun.  Dregið verður úr seldum miðum og vinningsnúmerið tilkynnt í lok leiks.  Komum og hvetjum stelpurnar áfram til sigurs !

Til baka