Skagamaður í landsliðshóp

16.09 2015

Nú hefur verið valinn landsliðshópur U17 ára karla sem keppa mun fyrir Íslands hönd í undankeppni EM, en riðill Íslands verður leikinn hér á Íslandi 22.-27. september næstkomandi.

Það kemur okkur kannski ekki mikið á óvart en Arnór Sigurðsson hefur verið valinn frá ÍA til þess að taka þátt í þessu verkefni. Við óskum Arnóri til hamingju með valið.

 

Ísland er í riðli með Grikklandi, Danmörku og Kasakstan og leikur sem hér segir:

Ísland - Kasakstan, 22. september kl. 16:00 á Grindavíkurvelli

Ísland - Grikkland, 24. september kl. 19:15 á Laugardalsvelli

Ísland - Danmörk, 27. september kl. 16:00 á Nettóvellinum  (Keflavík)

 

Ísland þarf að tryggja sér annað af tveimur efstu sætunum í riðlinum til þess að vera öruggt um að komast í næstu umferð keppninnar en auk þess komast fimm bestu þriðja sætis liðin úr þessum þrettán riðlum áfram. Síðari undanúrslitaumferðin verður leikin í Þýskalandi næsta vor en lokakeppnin, milli 16 liða mun fara fram í Azerbaijan í maí 2016. 

Við hvetjum alla sem tök hafa á til þess að skella sér á völlinn og hvetja liðið til dáða.

Til baka