Skagamenn fá Keflvíkinga í heimsókn í kvöld

22.06 2015

Í dag klárast 9. umferð Pepsi-deildar karla þegar Skagamenn fá Keflvíkinga í heimsókn á Norðurálsvöll kl. 19:15. Um mjög mikilvægan leik er að ræða fyrir bæði lið.
Skagamenn eru í 10. sæti deildarinnar eftir tvo ágæta leiki nýlega en Keflvíkingar eru í botnsætinu og mega ekki við tapi til að missa okkar menn ekki of langt frá sér.

Við hvetjum Skagamenn til þess að fjölmenn á Norðurálsvöll í kvöld og hvetja þá gulklæddu til sigurs í þessum hörkuleik. Skemmtilegt myndband var gert fyrir leikinn sem var birt á facebooksíðu félagsins í gær og er fólk hvatt til að skoða það til að koma sér í réttu stemninguna fyrir kvöldið. Linkurinn er https://www.youtube.com/watch?v=QE48WcAq79Q

Til baka