Skagamenn fá Leiknismenn í heimsókn
24.07 2015Næsti leikur meistaraflokks karla verður á Norðurálsvelli sunnudagskvöldið 26. júlí kl. 19:15 þegar strákarnir fá Leikni í heimsókn. Það er bókað mál að þetta verður baráttuleikur, en Leiknismenn eru ábyggilega ekki búnir að gleyma því að ÍA fór heim með stigin 3 frá Leiknisvellinum í byrjun sumars. Nú verða Skagamenn að taka á honum stóra sínum innan vallar sem utan til að bæta þremur stigum í viðbót í safnið.
Trommusveitin verður í stúkunni og heldur uppi fjörinu. Við hvetjum alla stuðningsmenn til að vera með trommusveitinni og búa til skemmtilega stemningu og styðja strákana okkar í þessum mikilvæga leik. Sjáumst á vellinum á sunnudaginn kl. 19:15.