Skagamenn mæta KA á Norðurálsvellinum á morgun
15.07 2014Komið er að síðasta leik í fyrri umferð 1.deildar karla á morgun, þriðjudag. Skagamenn mæta þá KA á Norðurálsvellinum kl. 19:15. Búast má við hörkuleik en þess má geta að hér mætast þau tvö lið sem skorað hafa flest mörk í deildinni hingað til. Skagamenn eru í 2. sæti með 21 stig en KA menn komnir í 4. sæti með 16 stig eftir brösótt gengi í byrjun móts. Mætum á völlinn og styðjum okkar menn til sigurs !
Leikurinn á morgun er tileinkaður Omnis sem er einn af aðalstyrktaraðilum félagsins.