Skagastepur mæta ÍR/BÍ/Bolungarvík á morgun

26.06 2015

Meistaraflokkur kvenna mætir ÍR/BÍ/Bolungarvík í fjórða leik ÍA í 1. deild á Norðurálsvellinum á morgun en leikurinn hefst kl. 16:00. Stelpurnar hafa fullan hug á að koma til baka eftir tapið gegn Haukum í síðasta leik og koma sér aftur í toppbaráttuna en fimm stig eru í toppliðin.

Við hvetjum Skagamenn til þess að mæta á morgun á Norðurálsvöll og styðja stelpurnar okkar í baráttunni um að komast aftur í Pepsi-deildina.

Til baka