Skaginn mætir Haukum á Norðurálsvellinum

12.09 2014

Á morgun fer fram næst síðasta umferðin í 1. deild karla en þá fá Skagamenn lið Hauka-manna í heimsókn á Norðurálsvöllinn. Skagaliðið hefur þegar tryggt sæti sitt í efstu deild að ári en leikurinn er engu að síðu mikilvægur þar sem þeir gulklæddu gætu mögulega náð efsta sæti deildarinnar með sigri á morgun en þá þarf einnig að treysta á hagstæð úrslit úr viðurreign Leiknis-manna gegn HK-ingum.

Leikurinn hefst kl. 13.00 og hvetjum við Skagamenn til þess að fjölmenna á síðasta heimaleikinn í sumar og styðja drengina í væntanlegum hörkuleik gegn fínu Haukaliði.

Til baka