Svekktur með frammistöðuna

10.06 2013

"Ég var virkilega svekktur með frammistöðuna gegn Stjörnunni í gærkvöldi. Við vorum einfaldlega légir og uppskárum eftir því. Við gáfum þeim allt of mikið rými í leiknum, héldum boltanum ílla og misstum hann frá okkur hvað eftir annað á hættulegum svæðum með lélegum sendingum." sagði Þórður.

"Við lögðum upp með það að vera þéttir í vörninni og á miðjunni og sækja hratt á þá. Þetta kostar baráttu og hana vantaði líka í gær. En við fórum yfir þetta eftir leikinn og við ætlum að berja okkur saman og það er enginn uppgjöf hjá okkur. Það voru allir sammála um það að við getum gert mun betur en þetta og það ætlum við að gera." sagði Þórður

Til baka