Ingunn Dögg og erlendir leikmenn m.fl. kvenna á förum

28.07 2014

Eins og kunnugt er hafa 4 erlendir leikmenn leikið með meistaraflokki kvenna í sumar, þrjár stelpur frá USA og ein frá Bretlandi.  Miklar væntingar voru gerðar til þeirra í upphafi en þær hafa ekki verið þeir afburðaleikmenn sem við vonuðumst til að myndu hjálpa hinu unga liði okkar í hinni erfiðu baráttu sem Pepsideildin er.   Samkomulag hefur orðið um að þrír af þessum fjórum leikmönnum, þ.e. allir bandarísku leikmennirnir, yfirgefi liðið eftir leik stelpnanna gegn FH á morgun.  Við munum áfram njóta krafta Laken Duchar Clark þar til í lok ágúst, en hún hefur spilað sem miðvörður og vaxið töluvert í sumar. 

Við þökkum þeim Margaret Neiswanger (2 fv), Madison Gregory (4 fv) og Caitlin Updyke (5 fv) fyrir þeirra framlag og óskum þeim góðs gengis í framhaldinu (sjá mynd).

Einnig hefur Ingunn Dögg Eiríksdóttir leikið sinn síðasta leik fyrir ÍA í bili, en hún er flutt búferlum til Írlands.  Við þökkum einnig Ingunni kærlega fyrir hennar framlag í sumar og óskum henni góðs gengis á nýjum slóðum.

Við þessar breytingar munu nokkrir ungir leikmenn fá tækifæri til að spila í Pepsideildinni og ná sér í dýrmæta reynslu inní framtíðina, sem mun vonandi nýtast þeim og okkur síðar meir.

Til baka