Tindastóll - ÍA á laugardag kl. 14

13.06 2014

Skagamenn mæta Tindastóli á Sauðárkróki í 6. umferð 1. deildar karla á morgun, laugardag, kl. 14.  Þetta verður fyrsti heimaleikur Tindastóls á sínum heimavelli en fyrstu tveir heimaleikir þeirra fóru fram á gervigrasi KA á Akureyri. 

Fyrir leikinn eru Skagamenn í 4. sæti með 9 stig en Tindastóll er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig.  Búast má við að Tindastólsmenn selji sig dýrt í leiknum og því eins gott fyrir okkar menn að vera á tánum ef sækja á 3 stig á Sauðárkrók á morgun.  Engin alvarleg meiðsli eru í leikmannahópnum fyrir leikinn og hefur því Gulli þjálfari úr vöndu að ráða að velja hóp.

Við óskum strákunum góðs gengis í leiknum á morgun.

Til baka