Um KFÍA
Knattspyrnufélag ÍA
(KFÍA)
Helstu verkefni
Aðalstjórnar, framkvæmdastjóra og Uppeldissviðs
Eftirfarandi texti er saminn í samvinnu við framkvæmdastjóra, Aðalstjórn og Uppeldissvið Knattspyrnufélags ÍA til þess að skýrt sé hvernig forystusveit félagsins skiptir með sér helstu verkefnum og ábyrgð. Einnig er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga:
Áherslur
- Nýta það sem vel hefur verið gert og einnig það sem hefur ekki gengið eins vel.
- Gott upplýsingaflæði er lykilatriði í öllu starfinu hjá KFÍA.
- Upplýsingar um fjármálin og frávik frá rekstraráætlun skulu vera reglulega til umfjöllunar í Aðalstjórn svo tryggt sé að ákvarðanir byggi á réttum upplýsingum.
- Umboð til ákvarðana og ráðstöfunar fjármuna sé skýrt í daglegu starfi félagsins og allir þekki sín hlutverk.
- Mikilvægt er að virkja sem flesta í félagsstarfinu, bæði launaða starfsmenn, foreldra og sjálfboðaliða.
- Viðbrögð við frávikum séu vel skilgreind.
Meginmarkmið þessa skjals er því að setja fram á skýran hátt hvert er verksvið hverrar einingar KFÍA fyrir sig svo allir viti hvar ábyrgð þeirra liggur. Farið er ítarlega í verkefnislýsingu á hlutverki Aðalstjórnar, framkvæmdastjóra, Framkvæmdastjórnar og Uppeldissviðs og skilmerkilega gerð grein fyrir ferli ákvarðanatöku og umboðs. Skjalið er svo hægt að endurskoða eftir því sem þörf krefur hverju sinni.
Aðalstjórn KFÍA
- Fer með yfirstjórn KFÍA í samræmi við lög og stefnu félagsins,
- Ber ábyrgð á vinnu við stefnumörkun og endurskoðun á stefnu KFÍA,
- Vinnur að markmiðum fjárhagsáætlunar og staðfestingu hennar áður en hún er lögð fyrir aðalfund KFÍA til endanlegrar samþykktar,
- Fylgir eftir fjárhagsáætlun með reglulegum fráviksgreiningum í samvinnu við framkvæmdastjóra,
- Ber ábyrgð á ráðningum framkvæmdastjóra og þjálfurum meistaraflokka karla og kvenna. Ráðningar meistaraflokksþjálfaranna skulu vera í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra og yfirþjálfara,
- Ber ábyrgð á faglegri uppbyggingu knattspyrnustarfs 2. og meistaraflokka karla og kvenna í samræmi við stefnu KFÍA,
- Setur Aðalstjórn, Uppeldisssviði og framkvæmdastjóra starfsreglur,
- Felur framkvæmdastjóra ráðningar á öðrum starfsmönnum,
- Hefur yfirumsjón með öflun fjár hjá stuðningsaðilum ásamt framkvæmdastjóra,
- Hefur umsjón með Sjávarréttakvöldi,
- Annast framkvæmd Herrakvölds og Konukvölds,
- Annast framkvæmd Lokahófs,
- Annast sölu flugelda,
- Vinnur með framkvæmdastjóra og Uppeldissviði eftir þörfum hverju sinni,
- Skipar verkefnahópa sem annast einstök verkefni á vegum félagsins í umboði stjórnar,
- Hefur samskipti við knattspyrnufélagið Kára varðandi samstarf félaganna.
Framkvæmdastjóri KFÍA
- Ber ábyrgð á daglegum rekstri og fjárreiðum gagnvart Aðalstjórn KFÍA og samkvæmt lögum og stefnu félagsins,
- Ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu KFÍA,
- Situr reglulega fundi Aðalstjórnar, framkvæmdastjórnar og Uppeldissviðs,
- Sér um samningagerð og samskipti við styrktaraðila,
- Vinnur að mótun verkferla og gátlista,
- Hefur umsjón með ráðningu þjálfara félagsins og gerð leikmannasamninga samkvæmt ákvörðun Aðalstjórnar,
- Fylgist með árangri starfsfólks og leikmanna,
- Vinnur að öflun fjár hjá stuðningsaðilum í samvinnu við Aðalstjórn og Uppeldissvið,
- Hefur umsjón með umgjörð Norðurálsvallar og framkvæmd heimaleikja,
- Vinnur að undirbúningi viðburða á vegum félagsins í samvinnu þá sem við á hverju sinni,
- Sér um skipulag ferðalaga á vegum meistaraflokka,
- Ber ábyrgð á frágangi skjala og gagna varðandi leyfiskerfi KSÍ.
Framkvæmdastjórn KFÍA
- Vinnur með framkvæmdastjóra á milli funda Aðalstjórnar að þeim verkefnum og málum sem þörf er á,
- Er heimilt, í umboði Aðalstjórnar, að taka ákvarðanir sem varða félagið og rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Uppeldissvið KFÍA
- Ber ábyrgð á faglegri uppbyggingu knattspyrnustarfs 3., 4., 5., 6., 7., og 8. flokka félagsins, stúlkna og drengja í samræmi við stefnu KFÍA
- Er samráðsaðili með ráðningu þjálfara yngri flokka, frá 8.-3. flokks,
- Hefur samskipti við þjálfara yngri flokka í samvinnu við framkvæmdastjóra,
- Hefur regluleg samskipti og samstarf við yfirþjálfara KFÍA varðandi faglega uppbyggingu yngri flokka KFÍA,
- Stendur fyrir almennri fræðslu fyrir iðkendur í samvinnu við þjálfara,
- Annast samskipti við foreldrafélög einstakra flokka og skipulag starfsins með þeim,
- Annast framkvæmd Norðurálsmótsins fyrir 7. flokk,
- Annast framkvæmd Knattspyrnuskóla KFÍA,
- Annast lokahóf yngri flokka,
- Annast gerð viðhorfskannana meðal foreldra að minnsta kosti einu sinni á ári í samvinnu við fræðslunefnd KFÍA,
- Annast pappírssölu.
Samþykkt af Aðalstjórn KFÍA 19. mars 2015