Minningarsjóður

Í ágúst 2011 var Minningarsjóður Knattspyrnufélags ÍA stofnaður. Hugmyndin af sjóðum kom frá fjölskyldu Sigurðar Ingmundarsonar er lést síðasta sumar, en hann var dyggur stuðningsmaður Skagaliðsins alla tíð og virkur félagsmaður. Við slóum á þráðinn til eins af aðstandendum Sigurðar eða nafna hans Sigurðar Arnar Sigurðssonar og báðum hann að segja okkur frá aðdraganda þess að minningarsjóðurinn var stofnuður.

 

„Hugmyndin að stofnuninni er í sjálfu sér einföld. Þegar pabbi féll frá þá var rætt um að afþakka blóm og kransa. Fjölskyldan vildi kaupa slíkt en afþakka annað þar sem í útförum er oft eitt blómahaf sem verður að engu. Hann var mikill stuðningsmaður ÍA og sótti leiki alla æfi. Hann studdi liðið dyggilega og knattspyrna var eitt af hans aðal áhugamálum. Við vildum láta andvirði blóma eða annara minningargjafa renna til einhvers góðs málefnis. Til einhvers sem hann hafði áhuga á og heiðra þannig minningu hans.

 

Þegar við fórum að ræða þetta kom í ljós að enginn minningarsjóður var hjá Knattspyrnufélaginu. Við vildum stofna minningarsjóð sem væri ekki eingöngu kenndur við minningu (pabba) heldur minningarsjóð stuðningsmanna Knattspyrnufélags ÍA. Í þessum hópi er fjöldi fólks sem hefur lagt mikið á sig fyrir ÍA en er ekki sérstaklega minnst fyrir hlutverk sitt. Þetta fólk vildi ekki athygli en gladdist innilega yfir velgengni ÍA manna. Stofnun minningarsjóðs er einmitt í anda þess. Sjóðurinn mun vonandi halda minningu þessa fólks á lofti og um leið styðja félagið og íþróttina sem þeim var svo hugleikin." Sagði Sigurður Arnar.

 

Í kjölfarinu voru Minningarsjóðnum settar reglur, en hann er aðskilinn bókhaldi KFÍA og uppgjör hans verður kynnt sérstaklega á aðalfundi félagsins á hverju ári. Hér að neðan má svo sjá reglur sjóðsins.

 

Innan vébanda Knattspyrnufélags ÍA er rekinn sjóður sem nefnis: Minningarsjóður Knattspyrnufélags ÍA. Einstaklingum og fyrirtækjum er heimilt að leggja inn fjárframlag í sjóðinn til minningar um leikmenn eða stuðningsfólk félagsins.

 

Hlutverk sjóðsins er að styrkja sérstök verkefni Knattspyrnufélags ÍA í tengslum við fræðslu iðkenda eða þjálfara. Stjórn KFÍA er jafnfram stjórn sjóðsins og tekur ákvarðanir um framlög til verkefna.

 

Ef aðstandendur þeirra sem minnst er með fjárframlagi eru því sammála skulu ákveðin verkefni tengd viðkomandi aðila með þeim hætti að hans er getið við úthlutun framlag.

 

Sjóðurinn skal láta útbúa minningarkort sem send skulu aðstandendum þeirra sem minnst er.

 

Fjárreiður sjóðsins skulu varðveittar á sérstökum bankareikningi og bókhald hans og uppgjör vera sjálfstætt, en ársuppgjör sjóðsins skal þó fylgja ársreikningi Knattspyrnufélags ÍA.

 

Framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA ber ábyrgð á fjárreiðum sjóðsins og ávöxtun.

 

Stjórn Knattspyrnufélags ÍA hefur á fundi sínum þann 11. ágúst 2011 samþykkt reglur sjóðsins og getur stjórnin breytt þeim með einföldum meirihluta atkvæða eða lagt sjóðinn niður. Verði sjóðurinn lagður niður skal eignum hans varið í samræmi við tilgang hans.

 

Minningarsjóðurinn er eins og áður sagði fyrir utan bókhald félagsins. Hægt er að leggja bent inná hann: 0552-26-400856 kt: 500487-1279. Minningarkort fást líka í Módel og Eymundsson.