Það er enn á brattann að sækja enn þó nær liðið að sigra deildarbikarkeppnina og kemst í úrslit bikarkeppninnar. Nokkrir ungir og efnilegir leikmenn koma inn í leikmannahópinn og eru að festa sig í sessi.
Deildarkeppnin þetta ár var vonbrigði, en bikarkeppnin var ljósi punktur sumarsins. Liðið fór sannfærandi í úrslitaleikinn og hampaði titlinum á sannfærandi hátt.
Akranesliðið er á ný í hópi þeirra bestu og byrjun mótsins er frábær. Síðan tók að halla undan fæti og meðalmennskan allsráðandi það sem eftir var. Liðið lauk leik í sjötta sæti sem verður að teljast gott.
Það eru mörg vandamál í knattspyrnustarfinu. Rekstur félagsins gengur illa hefur það mikil áhrif á liðið. Meiðsli lykilmanna eru afdrifarík, en liðsheildinn er samt samstillt og sterk. Liðið vinnur bikarkeppnina á sannfærandi hátt.
Ekki var yfir mörgum sigrum að státa í fyrstu. Einn forystumaðurinn orðaði það svo „Töp eiga ekki að vera til að lama okkur eða draga úr okkur kjarkinn, heldur þveröfugt, til þess að hvetja til nýrra átaka og nýrra dáða og þá mun sigur vinnast að lokum“.