2. flokkur áfram í bikarnum eftir góðan sigur á Þór

15.06 2013 | 2. flokkur karla

2. flokkur karla ÍA mætti liði Þórsara í kvöld áÞórsvelli í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar og uppskáru að lokum sætan 0-2sigur. Byrjunarlið Skagamanna var þannig skipað: Albert P. Albertsson, DagurAlexandersson, Sverrir Mar Smárason, Sindri S. Kristinsson, Hákon IngiEinarsson, Atli Albertsson, Albert Hafsteinsson, Arnar Freyr Sigurðsson, RagnarMár Lárusson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Alexander Már Þorláksson. Varamennvoru þeir Þórður Þ. Þórðarson, Kristján Þór Jónsson, Marinó H. Ásgeirsson,Valgeir Daði Valgeirsson og Guðlaugur Þór Brandsson.

Um hörkuleik var að ræða en liðin skiptust á að sækja ífyrri hálfleik þar sem nokkur góð markfæri sköpuðust. Fyrsta alvöru færiSkagamanna fékk Alexander Már Þorláksson á 15 mín leiksins þegar hann átti gottskot að marki sem markvörður Þórsara gerði vel í að verja. Um 5 mín síðar áttuSkagamenn aðra fína marktilraun þegar Albert Hafsteinsson tók viðstöðulaustskot sem fór rétt yfir markið. Heimamenn í Þór fengu einnig fín marktækifæri ífyrri hálfleiknum undan norðan golunni og voru nokkrum sinnum nálægt því að náforystunni. Þegar stutt var eftir af hálfleiknum fékk Ragnar Már Lárusson fíntfæri á fjærstöng en gott skot hans var varið af markmanni Þórsara. Þeirgulklæddu hefðu síðan geta tekið forystuna rétt fyrir leikhlé þegar TryggviHrafn átti flotta fyrirgjöf beint á kollinn á Arnari Frey Sigurðssyni en fasturskalli hans fór rétt yfir markið. Þar við sat í hálfleik og staðan markalaus.

Í síðari hálfleiknum léku Skagamenn undan vindi ogfreistuðu þess að ná frumkvæðinu í leiknum. Það voru hinsvegar heimamenn semvoru líklegri fyrstu mínúturnar með nokkrum góðum sóknum en allt kom fyrir ekki.Um miðbik síðari hálfleiks tóku þeir gulklæddu völdin en á 60 mín leiksins áttiTryggvi Hrafn Haraldsson flotta fyrirgjöf sem endaði ofan á þverslánni á marki Þórsara.Stuttu síðar gerði Tryggvi Hrafn virkilega vel í að vinna boltann við endalínuen þaðan gaf hann flotta sendingu inn í teiginn á Sverri Mar Smárason sem skoraði örugglega í markið af stuttu færi. Skagamennhéldu áfram að sækja eftir þetta en á 80 mín leiksins átti Atli Albertssonfrábæra sendingu inn á teiginn sem Tryggvi Hrafn skallaði en markmaður Þórsaravarði meistaralega, Tryggvi hirti hinsvegar frákastið en brenndi af í dauðafæri.

Það var síðan á 86 mín leiksins sem Skagamenn fenguréttilega dæmda vítaspyrnu sem SindriSnæfells Kristinsson skoraði örugglega úr og innsiglaði þar með góðan 0-2sigur fyrir þá gulklæddu.

Strákarnir geta vel við unað með sinn leik í kvöld en þráttfyrir að hafa verið þéttir til baka þá skapaði liðið sér fullt af góðummarkfærum og niðurstaðan varð á endanum sanngjarn 0-2 sigur á liði Þórsara. Með sigrinumer Skagaliðið komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar en þau munu fara fram19.júlí næstkomandi en ekki er ljóst enn hver andstæðingurinn verður.