Nýjar reglur um fjársafnanir samþykktar

07.10 2015 | 3. flokkur karla

Í gær, 6. október 2015, voru nýjar reglur varðandi fjársafnanir yngri flokka samþykktar á fundi stjórnar uppeldissviðs KFÍA.

Helsta breytingin sem er gerð er sú að héðan í frá mun hver og einn árgangur hafa sinn eigin söfnunarreikning (en ekki flokkar eins og áður) og árgangurinn mun halda sama reikningi upp í gegnum alla flokka.

Einnig er lögð áhersla á að fjársafnanir taki mið af kostnaðarmati á því sem verið er að safna fyrir og að ef eftirstöðvar verða af söfnunarfé eftir að kostnaður hefur verið greiddur séu þeir fjármunir sameign árgangsins.

Reglurnar má finna hér: https://sagan.kfia.is/assets/Verklagsreglur_fj%C3%A1raflanir_og_fer%C3%B0ir_-_sam%C3%BEykkt_6okt2015.pdf