Lokahóf yngri flokka

30.09 2015 | 4. flokkur karla

Lokahófi yngri flokka ÍA lauk fyrir skömmu í Akraneshöllinni. Þar fengu iðkendur að spreyta sig á knattþrautum og vítaskotum þar sem leikmenn meistaraflokka karla og kvenna stóðu vaktina. Veitt voru verðlaun fyrir góða frammistöðu á árinu og eftirfarandi iðkendur 4.fl karla fengu viðurkenningu:

Besti leikmaður:           Marteinn Theodórsson

Efnilegasti leikmaður: Ísak Bergmann Jóhannesson

Mestu framfarir:            Óðinn Örn Óskarsson

KFÍA vill þakka iðkendum í 4.fl karla fyrir góða frammistöðu og ástundun á árinu sem og foreldrum fyrir öflugan stuðning.