Skagamenn til fyrirmyndar á N1 mótinu

03.09 2015 | 5. flokkur karla

Lið ÍA stóðu sig mjög vel á N1 mótinu sem fram fór á Akureyri dagana 1-4. júlí.  6 lið frá félaginu tóku þátt í öllum deildum nema einni.  Strákarnir voru sér, foreldrum og ekki síst félaginu sínu til mikils sóma bæði innan vallar sem utan.  Þeir gleymdu hvorki gleðinni né háttvísinni sama hvort það blési á móti eða væri sterkur meðbyr.  Eftir hvern leik fóru menn í röð og þökkuðu fyrir leikinn, eitthvað sem aldrei gleymdist.

Árangur liðanna var eftirfarandi:
Argentíska deildin: Sæti 11 eftir 6-1 sigur á FH í leik um sætið
Brasilíska deildin: Sæti 19 eftir 2-1 sigur á HK í leik um sætið
Danska deildin: Sæti 5 eftir 3-1 sigur á Haukum í leik um sætið
Enska deildin: Sæti 6 eftir 6-2 tap fyrir Fylki í leik um sætið
Franska deildin: Sæti 12 eftir 4-2 tap fyrir FH í leik um sætið
Gríska deildin: Sæti 2 eftir 5-2 tap fyrir ÍR í úrslitaleik deildarinnar.

Úrslitaleikur Grísku deildarinnar var gríðarlega skemmtilegur þar sem okkar menn náðu yfirhöndinni og skoruðu fyrsta markið.  ÍR jöfnuðu og komust yfir en okkar menn náðu að jafna í 2-2.  Síða var leikurinn jafn og skemmtilegur og hefði sigurinn geta lent hvoru megin sem var.  ÍR náði hinsvegar að setja mark á undan og þá var róðurinn orðin þungur.  Sigur ÍR var að lokum staðreynd en þrátt fyrir það þá stóðu menn keikir að leik loknum og þökkuðu fyrir sig.

Á lokahófinu var síða Róbert Leó Gíslason valin sóknarmaður mótsins í Grísku deildinni, sannarlega frábær árangur hjá honum og liðinu öllu.

Strákarnir og allir sem að liðunum komu eiga hrós skilið fyrir frábæra helgi á Akureyri, enda var markmið helgarinnar að vera sér og sínum til fyrirmyndar í einu og öllu.  Njóta þess að hafa spila fótbolta með félögum sínum.  Það tókst með góðum árangri.

N1 mótið á Sporthero: http://www.draumalidid.is/teams/177