TM-mótið í Vestmannaeyjum

25.08 2015 | 5. flokkur kvenna

10.-13. júní fóru 27 stúlkur úr 5. flokki kvenna á TM mótið í Vestmannaeyjum, þar sem þær kepptu í 3 liðum. Leikirnir fóru eins og oft vill verða, sumir vinnast en aðrir tapast en stærstu sigrarnir voru að sögn Kristínar þjálfara að sjá þær miklu framfarir sem hafa orðið hjá stelpunum. 


Heilmikill undirbúningur var hjá stelpunum fyrir mótið, en hann fór ekki eingöngu fram á fótboltavellinum. Á fimmtudagskvöldið var nefnilega hæfileikakeppni þar sem okkar stúlkur mættu með frumsamda texta um Skagastelpur og höfðu einnig samið dans með. Ekki náðist sigur í hæfileikakeppninni en stúlkurnar lögðu sig svo sannarlega allar fram og voru til mikils sóma.


Ferðin var mjög skemmtileg, heimamenn í Eyjum voru afar gestrisnir og stelpurnar fóru í rútuferð um Heimaey en einnig siglingu um eyjarnar sem endaði með því að siglt var inn í helli og spilað á trompet. Meðfylgjandi myndir eru frá Kristínu Ósk, þjálfara stúlknanna.


TM-mótið á Sporthero: http://www.draumalidid.is/teams/172