Orkumótið í Vestmannaeyjum 2015

01.07 2015 | 6. flokkur karla

Orkumótið í Eyjum 2015 var haldið 24.-27. júní síðastliðinn. Þangað hélt vaskur hópur drengja af eldra ári í 6. flokki, 36 talsins.  Strákarnir stóðu sig vel á mótinu, eitt liðið spilaði m.a. til úrslita um Stórhöfðabikarinn en leikurinn tapaðist naumlega.


Einn af iðkendum okkar, Daníel Breki Bjarkason var valinn í Orkumótsliðið, sem er glæsilegur árangur þar sem um 1.200 strákar voru á mótinu. Auk þess var hann valinn í landsliðhópinn og í þeim leik skoraði hann eitt mark. Við óskum Daníel Breka til hamingju með árangurinn.


Það er óhætt að segja að drengirnir séu reynslunni ríkari eftir mótið. Margir voru að fara í sitt fyrsta langa keppnisferðalag og hegðun leikmanna var almennt góð þrátt fyrir að spennustigið væri töluvert hátt, sérstaklega í upphafi mótsins.

 

Orkumótið á Sporthero: http://www.draumalidid.is/teams/175