Símamótið í Kópavogi

08.09 2015 | 6. flokkur kvenna

Símamótið var haldið í Kópavogi á vegum Breiðabliks 16.-19. júlí. Þangað héldu tíu lið frá ÍA, alls 64 stúlkur úr 5.-8. flokki. Við fengum þjálfara stelpnanna til þess að segja okkur smávegis frá mótinu svo hér fylgir stutt frásögn fyrir hvern flokk fyrir sig.

Frá 5.fl.kvk fóru 22 stelpur í þremur liðum. Stelpurnar stóðu sig allar rosalega vel. Þær áttu m.a. nokkra stórkostlega leiki þar sem þær komu sjálfum sér á óvart með því hvað þær voru öflugar. Það heyrðist stundum í þeim alveg undrandi: „stelpur, vð vorum að vinna topplið!“. Á lokadegi mótsins byrjuðu A og B liðin á að leika undanúrslitaleiki. Leikurinn hjá A-liðinu tapaðist á hlutkesti en b-liðið lagði Grindavík og sigraði svo Stjörnuna 1-0 í æsispennandi úrslitaleik og þannig náðist einn bikar í hús.

Úr 6. flokki fóru 20 hressar og kátar stelpur. Mikil spenna og tilhlökkun var búin að vera á æfingum vikuna áður og voru þær staðráðnar í að gera sitt besta  á mótinu. Við vorum með 3 lið, spilaðir voru 8 leikir og gekk liðunum öllum vel. 2 lið enduðu í 3 sæti og eitt lið spilaði úrslitaleik en beið lægri hlut. Allar skemmtu þær sér vel og voru sér og sínu félagi til sóma. Foreldrar voru einnig flottir stuðningsmenn innanvallar sem utan. Margt annað var gert en spila fótbolta eins og að fara í sund, leika sér úti og inni, spila, farið á skemmtilega kvöldvöku og fleira. Þreyttar en ánægðar voru stelpurnar eftir mótið og má segja að þarna séu framtíðarspilarar fyrir ÍA. Áfram ÍA.

Það voru 22 stelpur frá 7. Flokki ÍA á Símamótinu í ár. Á undan hafði farið fram mikill undirbúningur og spennan var gríðarleg enda voru þær margar að fara á sitt fyrsta stóra mót. Þær skiptust í 4 lið, þar af var eitt liðið skipað stelpum sem hafa verið að æfa í 8. flokki en munu koma inn í 7. flokkinn núna í haust. Stelpurnar stóðu sig allar frábærlega og voru liðinu sínu, heimabæ og félagi til mikils sóma. Hvert lið spilaði 8 leiki sem voru miserfiðir eins og gengur og hvert lið vann um 2-3 leiki sem er bara fínn árangur hjá svo reynslulitlum knattspyrnukonum. Foreldrar stúlknanna fá einnig hrós fyrir frábæran stuðning, enda er stuðningur þeirra og hjálp eitt af því mikilvægasta við að tryggja stelpunum góða upplifun af mótinu. Utan vallar var ýmislegt brallað s.s. sundferð, kvöldvaka og fleira skemmtilegt. Þessar flottu stelpur eiga framtíðina fyrir sér í boltanum og það verður gaman að fylgjast með þeim á næstu árum.

Símamótið á SportHero: http://www.draumalidid.is/teams/178