{texti}

Borgunarbikar kvenna í kvöld

18.05 2015 |

Í kvöld kl. 19:00 mætir meistaraflokkur kvenna Fjölni í fyrsta alvöru keppnisleik liðsins í sumar. Um er að ræða leik í Borgunarbikar kvenna og leikurinn fer fram á Fjölnisvelli.


ÍA hefur unnið fjórar af síðustu sex viðureignum liðanna, tapað einu sinni og gert eitt jafntefli og markatalan úr þessum leikjum er 20:6 fyrir ÍA. Þó hefur verið mjótt á munum í síðustu viðureignum enda munu bæði liðin leika í 1. deild í sumar, ÍA í A-riðli en Fjölnir í B-riðli. Það er því alveg ljóst að það verður ekkert gefið í leiknum í kvöld og við hvetjum alla stuðningsmenn ÍA að gera sér ferð í Grafarvoginn í kvöld og hvetja stelpurnar til dáða.