
Mfl. kvenna ÍA mætir Selfoss í Borgunarbikarnum
28.05 2014 |Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Félögin tíu úr Pepsi-deildinni koma inn í keppnina núna ásamt þeim sex félögum sem komust í gegnum tvær fyrstu umferðirnar.
Skagaliðið mun mæta Selfoss á útivelli en leikurinn er settur á 6. júní næstkomandi en líklegt er að hann verði færður um dag og muni þá fara fram 5 júní næstkomandi þar sem karlalið félagsins á leik á sama degi. Við munum þó greina frá nákvæmari dagsetningu hér á síðu félagsins þegar hún liggur endanlega fyrir.