Ríkharður Jónsson er fallinn frá

15.02 2017 | Forsíða

Ríkharður Jónsson málarameistari, knattspyrnukappi og fyrrum formaður Íþróttabandalags Akraness lést 14. febrúar sl. á Dvalarheimilinu Höfða 87 ára að aldri.   Með Ríkharði er genginn mikill sómamaður og einn besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar. Ríkharður hóf að iðka knattspyrnu á unga aldri og þótti strax hafa mikla hæfileika.…


ÍA fékk Kvennabiakarinn 2016

14.02 2017 | Forsíða

Á ársþingi KSÍ um helgina fékk ÍA Kvennabikarinn 2016.  Bikarinn er veittur því liði sem þykir hafa sýnt af sér háttvísi og prúðmannlegan leik í Pepsi deild kvenna á síðasta keppnistímabili. Stelpurnar okkar fenguð aðeins sjö sinnum að líta gula spjaldið í 18 leikjum síðasta sumar.  Enginn leikmanna okkar…


{texti}

Leikir yngri flokka helgina 11.-12. febrúar

10.02 2017 | Forsíða

Okkar lið hefja keppni á morgun, laugardag, kl. 13:00 þegar A-lið 2.flokks karla í ÍA/Kára heimsækir Hauka á Ásvelli. Fyrir leikinn eru Skagastrákarnir með 8 stig eftir 5 leiki en Haukar með 9 stig eftir 6 leiki. B-liðin mætast svo í beinu framhaldi kl. 14:45. Þar sitja Haukar á…


Katrín María valin í U-17 kvenna

07.02 2017 | Forsíða

"Jörundur Áki, landsliðsþjálfari U-17 landsliðs Íslands hefur valið hópinn sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Edinborg dagana 19. -25. febrúar. Katrín María Óskarsdóttir markvörður  ÍA hefur verið valinn í hópinn. Liðið leikur þrjá leiki í mótinu. Sá fyrsti er gegn Króatíu, mánudaginn 20. febrúar. Annar…


{texti}

Ísak Bergmann til æfinga hjá Ajax

06.02 2017 | Forsíða

Ísak Bergmann Jóhannesson hélt í morgun til Hollands þar sem hann mun æfa með hollenska stórliðinu Ajax út vikuna. Ísak Bergmann sem leikur með 3.fl.karla ÍA er fæddur árið 2003. Með honum í för er annar tveggja þjálfara hans, Heimir Eir Lárusson. Heimir mun einnig fylgjast með æfingum hjá…


ÍA-ÍBV mfl.karla laugardag

03.02 2017 | Forsíða

Á morgun fer fram leikur um 3.sætið í fótbolta.net-mótinu. ÍA tekur á móti ÍBV og hefst leikurinn kl.11:00 í Akraneshöll. “ Við eigum von á hörkuleik. ÍBV hefur verið að leika vel í þessu móti og hafa verið að styrkja leikmannahóp sinn vel. Við vorum ánægðir með okkar leik…


Leikir yngri flokka helgina 3.-5. febrúar

03.02 2017 | Forsíða

Á morgun, laugardaginn 4. febrúar, tekur A-lið 3. flokks karla á móti Aftureldingu í Faxaflóamótinu hér í Akraneshöllinni. Okkar strákum hefur ekki gengið alveg nógu vel að ná fram úrslitum, hafa sigrað einn leik og tapað fjórum. Þeir hafa hins vegar náð að skora í öllum leikjum nema einum…


Aðalfundur KFÍA

01.02 2017 | Forsíða

Aðalfundur KFÍA verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar, næstkomandi, kl. 20:00 í hátíðarsalnum að Jaðarsbökkum.   Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf   Áhugasamir aðilar sem hafa hug á að starfa í stjórnum félagsins eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til kjönefndar sem í sitja Gísli Gíslason (gislig@faxafloahafnir.is), Jóhanna Halldórsdóttir…


{texti}

ÍA lagði Víking Ólafsvík í Höllinni í morgun

28.01 2017 | Forsíða

Meistaraflokkur karla fékk Víking frá Ólafsvík í Akraneshöllina í morgun í lokaleik A riðils fótbolta.net mótsins.   Það var jafnræði með liðunum í byrjun en það voru Skagamenn sem komust yfir þegar Tryggvi Haraldsson skaut í slána og Steinar Þorsteinsson fylgdi á eftir, var fyrstur á boltann og skallaði…


{texti}

Meistaraflokkur karla: ÍA - Víkingur Ó í Höllinni á morgun

27.01 2017 | Forsíða

Á morgun fer fram þriðji og síðasti leikur mfl.karla í riðlakeppni fótbolta.net-mótsins. Um síðustu helgi lagði liðið Grindavík með sex mörkum gegn einu. Víkingur Ólafsvík er hinsvegar andstæðingar morgundagsins en leikurinn hefst kl.11:00 í Akraneshöll.   Jón Þór Hauksson á von á erfiðum leik. “Víkingur hefur alltaf reynst okkur…


{texti}

Leikir yngri flokka um helgina

26.01 2017 | Forsíða

Skagaliðin verða ekki mörg í eldlínunni um helgina.   2. flokkur kvenna heimsækir þó Breiðablik/Augnablik í Fífuna á sunnudaginn kl. 18:00 en um er að ræða fjórða leik liðsins í Faxaflóamótinu. Fyrir leikinn hefur liðið 3 stig eftir 3 leiki.   Hér heima tekur 4. flokkur kvenna hjá ÍA/Skallagrími…


{texti}

Meistaraflokkur kvenna vann sigur í Kórnum í gærkvöldi

26.01 2017 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna heimsótti HK/Víking í Kórinn í gærkvöldi í Faxaflóamótinu. Jafnræði var með liðunum lengst af en að lokum fór svo að ÍA náði að knýja fram sigur með marki frá Bergdísi Fanneyju Einarsdóttur á 90. mínútu leiksins. Skagastúlkur sitja eftir leikinn í efsta sæti riðilsins með 6 stig…


{texti}

Meistaraflokkur kvenna heimsækir HK í Kórinn í kvöld

25.01 2017 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna leikur sinn þriðja leik í Faxaflóamótinu þegar þær heimsækja sameinað lið HK/Víkings í Kórnum í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:15.    Skagastúlkur eiga að baki einn sigur og eitt tap en þetta er aðeins annar leikur HK/Víkings en þær töpuðu fyrsta leiknum gegn Keflavík.   Þegar horft…


Um Norðurálsmótið 2017

24.01 2017 |

Norðurálsmótið 2017 verður haldið helgina 23.-25. júní næstkomandi.   Mótið verður með sama sniði og verið hefur, þátttakendur eru úr 7. flokki karla og keppt er í 7 manna liðum en úrslit eru ekki skráð.   Skráning verður opin 1.- 10. mars næstkomandi, en nánari upplýsingar er að finna…


{texti}

Tap hjá mfl.kvk gegn Keflavík

23.01 2017 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna tapaði í gær gegn Keflavík í Faxaflóamótinu, 0-2 hér í Akraneshöllinni. Mörkin voru skoruð snemma í hvorum hálfleik.   Skagastúlkur voru meira með boltann, sóttu stíft og sköpuðu sér oft á tíðum ágæt færi en náðu þó ekki að valda markverði Keflavíkur miklum vandræðum.    Næsti leikur…


{texti}

Góður sigur hjá mfl.kk á Grindavík

23.01 2017 | Forsíða

Meistaraflokkur karla vann frábæran sigur á Grindavík í fotbolti.net mótinu í morgun. Lokatölur voru 6-1 eftir að hafa leitt 3-1 í hálfleik. Mörkin skoruðu Tryggvi Haraldsson með 2 mörk, Steinar Þorsteinsson, Þórður Þ. Þórðarson, Ólafur Valur Valdimarsson og Albert Hafsteinsson. Byrjunarlið: Guðmundur Sigurbjörnsson Hallur Flosason - Gylfi Veigar -…


{texti}

Meistaraflokkur kvenna tekur á móti Keflavík

20.01 2017 | Forsíða

Á sunnudaginn, 22. janúar kl. 16:00, tekur meistaraflokkur kvenna á móti Keflavík í Faxaflóamótinu. Bæði liðin unnu fyrsta leik sinn í mótinu og eru því jöfn að stigum fyrir leikinn.   Liðin hafa mæst alls sjö sinnum á síðustu tíu árum. Þar af hefur ÍA unnið fimm leiki, Keflavík…


{texti}

Mfl. karla tekur á móti Grindavík í Akraneshöll á morgun

20.01 2017 | Forsíða

Í fyrramálið, laugardaginn 21. janúar, kl. 11:00 tekur meistaraflokkur karla á móti Grindavík í öðrum leik sínum í fótbolti.net mótinu. Þetta er annar leikur strákanna í mótinu, en eftir tap í fyrstu umferð eru þeir spenntir fyrir næsta verkefni og ánægðir að fá leik hér heima í Höllinni.  …


Helgin í Akraneshöllinni

20.01 2017 | Forsíða

Það er nóg af fótbolta um helgina og allir okkar leikir eru hér heima, aldrei þessu vant.   Á morgun, laugardaginn 21. janúar, kl. 15:00 tekur A-lið 3. flokks karla á móti FH í Faxaflóamótinu. Okkar strákar sitja í neðsta sætinu en hafa leikið 1-2 leikjum minna heldur en…


{texti}

Stórsigur hjá mfl. kvenna í Höllinni

16.01 2017 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna vann stóran sigur í gær þegar þær tóku á móti Álftanesi í Faxaflóamótinu, en leikurinn endaði 9-0 fyrir ÍA.  Yfirburðir Skagastúlkna voru miklir í leiknum, eins og lokatölur gefa til kynna.   Maren Leósdóttir skoraði þrennu í leiknum, en aðrir markaskorarar voru Bergdís Fanney Einarsdóttir með tvö…


{texti}

Meistaraflokkur kvenna hefur leik í Faxaflóamóti

13.01 2017 | Forsíða

Á sunnudaginn, 15. janúar, kl. 14:00 taka stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna á móti Álftanesi hér í Akraneshöllinni en um er að ræða fyrsta leik liðanna í Faxaflóamótinu.    Liðin hafa ekki oft mæst á knattspyrnuvellinum en aðeins eru til á skrá 8 leikir á milli þeirra. Sjö síðustu…


{texti}

Leikir yngri flokka um helgina

13.01 2017 | Forsíða

Það eru fimm leikir á dagskrá um helgina hjá yngri flokkunum okkar, þó aðeins einn þeirra fari fram hérna heima. En á sunnudaginn kl. 16:00 fær 3.flokkur kvenna RKV í heimsókn í Faxaflóamótinu.  Hvort lið hefur lokið einum leik í mótinu, Skagastúlkur eiga að baki jafnteflisleik við HK en…


{texti}

Ingvar Þór Kale til liðs við ÍA

12.01 2017 | Forsíða

Knattspyrnufélag ÍA hefur samið við markvörðinn Ingvar Þór Kale til eins leiktímabils. Mun hann því standa á milli stanganna með Skagamönnum í Pepsi deild karla í knattspyrnu á sumri komanda.   Leysir Ingvar markvörðinn Árna Snæ Ólafsson af, en hann sleit krossband í hné í byrjun nóvember og fór…


Jólakveðja

23.12 2016 | Forsíða

Jólakveðja 2016   Knattspyrnufélag ÍA  óskar öllum gleðilegrar jólahátíðar með þökk fyrir samstarfið á liðnu ári.    Með ósk um gleðilegt nýtt fótboltaár.   Stjórn og starfsfólk Knattspyrnufélags ÍA


{texti}

Knattspyrnuskóli Mfl.karla ÍA

20.12 2016 | Forsíða

Dagana 21.-23.des og 27.-30.des verður haldinn knattspyrnuskóli KFÍA. Meistaraflokkur karla ÍA sér um skólann en það er liður í fjáröflun þeirra fyrir æfingaferð næsta vor.


{texti}

ÍA vann 1-0 sigur á KR

19.12 2016 | Forsíða

Síðastliðinn laugardag, 17. desember, fengu stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna KR-inga í heimsókn. Það var mikil ánægja með að fá þann leik þar sem FH-ingar náðu ekki að manna lið til að mæta í leik helgina á undan.   ÍA vantaði reyndar markmann fyrir leikinn en fengu lánaðan markmann…


{texti}

Æfingaleikur hjá mfl.kvk: ÍA-KR

16.12 2016 | Forsíða

Á morgun, laugardaginn 17. desember, fer fram síðasti leikurinn hjá ÍA fyrir jólin þegar meistaraflokkur kvenna fær KR í heimsókn kl. 11:00 í æfingaleik.   KR-inga þarf nú ekki að kynna neitt sérstaklega hér á Skaganum, enda skemmst að minnast æsispennandi lokaleiks á tímabilinu hér á Norðurálsvellinum nú í…


ÍA mætti KA á laugardaginn

12.12 2016 | Forsíða

Á laugardaginn mættu strákarnir í mfl.karla nýliðum í KA. Leikið var 2x60 mín og tefldu bæði lið fram tveimur liðum sitthvorar 60.mínúturnar. Fyrri leikur liðanna endaði 0-0 þar sem Skagamenn voru sterkari aðilinn og komst Arnar Már Guðjónsson næst því að skora þegar hann skaut framhjá af stuttu færi.…


{texti}

Meistaraflokkar karla og kvenna um helgina

09.12 2016 | Forsíða

Meistarflokkar karla og kvenna spila í Akraneshöll laugardaginn 10.desember. Stelpurnar leika við FH en strákarnir taka á móti nýliðum í Pepsí deild 2017 KA.   Laugardagur 10.des Mfl.kvenna Kl.10:30 ÍA-FH   Laugardagur 10.des Mfl.karla Kl.13:00 ÍA-KA Leikið verður 2x60 mín og má því gera ráð fyrir að bæði lið…


{texti}

Leikir í Akraneshöll um helgina

09.12 2016 | Forsíða

Meistarflokkarnir báðir spila í Akraneshöll laugardaginn 10.desember. Stelpurnar leika við FH en strákarnir taka á móti nýliðum í Pepsí deild 2017 KA. Laugardagur 10.des  Mfl.kvenna Kl.10:30 ÍA-FH   Laugardagur 10.des Mfl.karla  Kl.13:00 ÍA-KA Leikið verður 2x60 mín og má því gera ráð fyrir að bæði lið stilli upp tveimur…


{texti}

ÍA-Fram 0-0

05.12 2016 | Forsíða

Síðastliðinn laugardag fór fram æfingaleikur hjá mfl.karla þegar strákarnir tóku á móti Fram í Akraneshöll. Leiknum lauk með markalausu jafntefli þrátt fyrir góðar tilraunir beggja liða til að skora. Næsti leikur er gegn KA í Akraneshöll næsta laugardag kl.13:00.

Lið ÍA: Fyrri hálfleikur:


{texti}

Æfingaleikur hjá meistaraflokki karla á morgun

02.12 2016 | Forsíða

Á morgun, laugardag, kl. 11:00 tekur meistaraflokkur karla á móti Fram í æfingaleik hér í Akraneshöllinni.   Það má ætla að bæði lið mæti til leiks með töluvert endurnýjaðan hóp frá því að þau mættust síðast, en sá leikur var í Lengjubikarnum og fór fram í febrúar 2014. Honum…


ÍA leikir helgina 2.-4. desember

02.12 2016 | Forsíða

Nú eru yngri flokkarnir okkar að byrja að tínast í jólafrí en það eru samt sem áður fimm flokkar sem eiga leiki nú um helgina.   Fyrsti leikur helgarinnar er á morgun, laugardag, kl. 14:00 og fer fram á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi þar sem 3.flokkur karla, A-lið,…


{texti}

Leikir í Akraneshöll um helgina

25.11 2016 | Forsíða

Tveir leikir í Faxaflóamótinu fara fram í Akraneshöllinni nú um helgina.   Á laugardag kl. 13:00 tekur 2. flokkur kvenna á móti Fjölni.  Þetta er annar leikur stelpnanna í mótinu en þær unnu góðan sigur á Þrótti, Reykjavík í fyrsta leik á meðan Fjölnisstúlkur töpuðu fyrir sameinuðu liði Stjörnunnar/Skínanda.…


{texti}

Landsleikir gegn Þýskalandi

22.11 2016 | Forsíða

U17 ára landslið karla lék tvo æfingaleiki gegn Þýskalandi Í Egilshöllinni 17. og 19. nóvember síðastliðinn. Skagamaðurinn Þór Llorens Þórðarson var valinn í hópinn og lék allan leikinn í báðum leikjunum. Þrátt fyrir töp í báðum leikjum stóð Þór sig með ágætum og ljóst að mikið efni er hér…


{texti}

Jafntefli gegn Haukum

22.11 2016 | Forsíða

Mfl.karla lék æfingaleik gegn Haukum síðastliðinn laugardag í Akraneshöll. Skagamenn stilltu aftur upp ungu liði og hófu leikinn ágætlega og voru nokkrum sinnum nálægt því að skora fyrsta mark leiksins. Næst því komst Þórður Þorsteinn en markvörður Hauka, Skagamaðurinn Trausti Sigurbjörnsson varði vel. Haukar tóku smám saman völdin á…


{texti}

Æfingaleikur hjá mfl.kk: ÍA-HK 2-1

14.11 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur karla hjá ÍA spilaði sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu síðastliðinn laugardag í Akraneshöllinni. Ungt lið Skagamanna byrjaði leikinn betur og besta færið fékk Ragnar Már en markvörður HK varði vel í horn. HK tók síðan völdin  og leiddi 0-1 í hálfleik.   Tvær breytingar voru gerðar á liði…


{texti}

Æfingaleikur hjá mfl.kvk: ÍA-Víkingur 7-0

14.11 2016 | Forsíða

Síðastliðið föstudagskvöld fékk meistaraflokkur kvenna Víking, Ólafsvík, í heimsókn í Akraneshöllina. Eins og í síðustu viðureignum liðanna höfðu Skagastúlkur mikla yfirburði, en bæði lið tefldu fram fremur ungum leikmannahópum.  Markaskorunin dreifðist vel en Bergdís Fanney skoraði tvö mörk og þær Veronica, Maren, Bryndís, Unnur Elva og Heiðrún Sara sitt…


{texti}

Æfingaleikur hjá meistaraflokki kvenna

11.11 2016 | Forsíða

Þrátt fyrir að þegar séu komnar tvær fótboltafréttir hér á vefinn fyrir þessa helgina hefur sagan ekki öll verið sögð. Meistaraflokkur kvenna mun nefnilega einnig taka á móti Víkingi Ólafsvík í sínum fyrsta æfingaleik fyrir nýtt tímabil í kvöld kl. 18:45.    Síðustu skráðu leikir á milli félagana voru…


{texti}

Meistaraflokkur ÍA (fyrr og nú) verða í Akraneshöllinni á morgun

11.11 2016 | Forsíða

Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að Árgangamót ÍA verður haldið í Akraneshöllinni á morgun, laugardaginn 12. nóvember. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og það hefur farið vaxandi ár frá ári.  Nú taka þátt 19 lið í karlaflokki og 6 lið í kvennaflokki. Það…


Leikir næstu viku

10.11 2016 | Forsíða

Faxaflóamótið heldur áfram hjá okkar liðum sunnudaginn 13. nóvember, en sameinað lið ÍA og Skallagríms í 4. flokki kvenna hefur leik í Reykjaneshöllinni þar sem þær mæta RKV.  A-liðið á leik kl. 11:30 en B-liðið kl. 12:50.   Hér heima í Höllinni tekur 2. flokkur kvenna á móti Þrótti Reykjavík…


Viðtal í Skessuhorni við Huldu framkvæmdastjóra

10.11 2016 | Forsíða

Eins og flestum er kunnugt er Hulda Birna Baldursdóttir við stöðu framkvæmdastjóra KFÍA nú nýlega. Af því tilefni var hún boðin í viðtal við Skessuhorn og meðfylgjandi tengill vísar á útdrátt úr því viðtali á vef Skessuhorns en til þess að sjá viðtalið í heild þarf að kaupa blaðið.…


{texti}

Leikir um helgina

04.11 2016 | Forsíða

Núna á sunnudaginn, 6. nóvember, byrjar boltinn að rúlla í Faxaflóamótinu.   Hér heima tekur 2. flokkur ÍA/Kára á móti Breiðablik 2. Leikur A-liðanna byrjar kl. 13:00 en B-liðin mætast kl. 15:00.   Hinir flokkarnir okkar sem eiga leiki um helgina hefja mótið á útivöllum. A-lið 3. flokks karla…


{texti}

Nú styttist í árgangamótið!

31.10 2016 | Forsíða

Hið margrómaða árgangamót Knattspurnufélags ÍA verður haldið laugardaginn 12. nóvember næstkomandi. Þá muna margar landsfrægar (og þótt víðar væri leitað) kempur reima á sig takkaskóna og sýna það og sanna á knattspyrnuvellinum að hugurinn er samur og fyrr.  Það verður pottþétt hart barist og ef þú ert ekki sjálfur/sjálf…


{texti}

Jón Þór Hauksson skrifar undir nýjan samning við KFÍA

16.10 2016 | Forsíða

Knattspyrnufélag ÍA mun áfram njóta krafta Jóns Þórs sem yfirþjálfara yngri flokka og afreksstarfs og einnig sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla.   Jón Þór Hauksson hefur skrifað undir áframhaldandi samning við Knattspyrnufélag ÍA (KFÍA). Jón Þór hefur starfað hjá félaginu sem þjálfari undanfarin 8 ár. Jón Þór tók við starfi…


{texti}

Bergdís Fanney valin í landsliðið

12.10 2016 | Forsíða

Um næstu mánaðamót eða 24. október til 1. nóvember heldur U17 ára landslið kvenna til Írlands og tekur þar þátt í undankeppni fyrir EM2017.  Okkar stúlkur leika þar í riðli með Hvítrússum, Færeyingum og að sjálfsögðu Írum. Leikdagar eru 26. október, 28. október og 31. október. Efstu tvö liðin…


{texti}

Haustfundur uppeldissviðs 2016

11.10 2016 | Forsíða

Í gær var haustfundur uppeldissviðs haldinn í fyrsta skipti, en í ár var tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða foreldrum iðkenda hjá félaginu upp á fræðsluerindi og tengja það við reglubundna foreldrafundi þjálfara með sínum flokkum.   Fundurinn fór fram í sal Grundaskóla og fyrirlesari var Halldór Björnsson,…


{texti}

Lokahóf KFÍA var í gær

02.10 2016 | Forsíða

Lokahóf meistaraflokka og 2.flokks karla og kvenna fór fram í gærkvöldi á Gamla Kaupfélaginu.  Þar var gert sér glaðan dag í góðum mat og drykk og heppnaðist hófið vel.  Eftirtaldir leikmenn fengu verðlaun: Mfl.kk Bestur:          Garðar Bergmann Gunnlaugsson Efnilegastur: Tryggvi Hrafn Haraldsson Mfl.kvk Best:          Megan Dunnigan Efnilegust:  Bergdís Fanney…


{texti}

Garðar Gunnlaugsson varð markakóngur Pepsi-deildarinnar

01.10 2016 | Forsíða

Garðar Bergmann Gunnlaugsson varð í dag markakóngur Pepsi-deildar karla þegar keppnistímabilinu lauk. Hann spilaði 22 leiki í sumar og skoraði 14 mörk, marki meira en næsti maður. Hann er vel að titilinum kominn og fyrsti Skagamaðurinn í efstu deild karla sem vinnur markakóngstitilinn frá 2001, þegar Hjörtur Hjartarson skoraði…


ÍA endaði í 8. sæti deildarinnar eftir tap gegn Val

01.10 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur karla spilaði í dag við Val á Valsvellinum í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í ár. Að litlu var að keppa fyrir bæði lið enda um miðja deild. Baráttan var hinsvegar um markakóngstitilinn því Garðar Gunnlaugsson var efstur með 14 mörk og ætlaði ekki að gefa það eftir.   Níu uppaldir…


{texti}

Pepsideild karla: ÍA heimsækir Hlíðarenda

30.09 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur karla heimsækir Val á Hlíðarenda á morgun kl. 14:00 í síðustu umferð Pepsideildarinnar 2016.   Hlutskipti liðanna í síðustu umferð var heldur ólíkt, ÍA vann góðan sigur á Breiðabliki og bætti þar með stigasöfnun sína frá því síðasta sumar á sama tíma og Valur mátti þola 4-0 skell…


{texti}

Pepsideild kvenna: Rachel Owens var maður leiksins gegn KR

30.09 2016 | Forsíða

Rachel Owens var í dag valin maður leiksins í 2-3 tapi meistaraflokks kvenna gegn KR í Pepsideildinni í dag. Rachel skoraði m.a. seinna mark ÍA, sem var hennar fyrsta mark fyrir félagið.   Drífa Gústafsdóttir frá Akranesi gaf manni leiksins þetta fallega listaverk "fífurnar" sem er úr íslenskri ull og…


{texti}

Pepsideild kvenna: Grátlegt tap fyrir KR

30.09 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna hjá ÍA tapaði í dag fyrir KR 2-3 á Norðurálsvellinum í síðastu umferð Pepsideildarinnar 2016.   Fyrir leikinn sátu liðin í neðstu tveimur sætum Pepsideildarinnar, KR átti möguleika á að bjarga sér frá falli á meðan Skagastelpur höfðu aðeins stoltið til að spila fyrir. Það var hins…


{texti}

Pepsideild kvenna: ÍA – KR og stoltið að veði

29.09 2016 | Forsíða

Á morgun, föstudaginn 30. september kl. 16:00, fer fram allra, allra, síðasti heimaleikur sumarsins þegar stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna taka á móti KR í lokaumferð Pepsideildarinnar. KR-stúlkur eiga enn möguleika á því að bjarga sér frá falli en þurfa þá að minnsta kosti eitt stig og helst þrjú…


{texti}

Þórður valinn í landsliðið

28.09 2016 | Forsíða

Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson hefur verið valinn í lokahóp U21 árs landsliðsins sem tekur á móti Skotum á Víkingsvelli 5. október næstkomandi og Úkraínumönnum á Laugardalsvelli 11. október næstkomandi.   Um er að ræða síðustu tvo leiki liðsins í undankeppninni fyrir EM2017 sem fer fram í Póllandi í júní…


Samantekt á gengi yngri flokka KFÍA í sumar

28.09 2016 | Forsíða

Starf yngri flokkanna gekk vel á árinu 2016 og náðist á mörgum vígstöðvum góður árangur. 2.fl karla varð í öðru sæti á Íslandsmótinu. 4.fl karla komst í úrslitakeppni í A, B og C liðum og 4.fl kvenna varð Íslandsmeistari í keppni 7 manna liða. Öll liðin hjá 5.fl karla…


{texti}

Lokahóf yngri flokka 2016

26.09 2016 | Forsíða

Lokahóf yngri flokka Knattspyrnufélags ÍA var haldið í gær, sunnudaginn 25. september í Akraneshöllinni. Lokahófið var með nokkuð breyttu sniði miðað við síðustu ár þar sem ákveðið var að þessu sinni að tengja það við síðasta heimaleik meistaraflokks karla.   Dagskráin hófst á því að tónlistarmaðurinn Hlynur Ben kom og…


Hafþór var valinn maður leiksins gegn Breiðablik

25.09 2016 | Forsíða

Það er vel við hæfi að verðlaunin fyrir mann leiksins fari til varnarmanns, enda var töluvert mikið að gera hjá þeim í dag. Að þessu sinni varð Hafþór Pétursson fyrir valinu. Það má segja að þetta sé sérlega eftirtektarverð frammistaða hjá þessum unga leikmanni en í dag lék hann…


Skagamenn unnu góðan sigur á Breiðablik í dag

25.09 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur karla spilaði í dag við Breiðablik í 21. umferð Pepsi-deildarinnar. Skagamenn þurftu á þremur stigum að halda eftir brösótt gengi upp á síðkastið. Bæði lið byrjuðu leikinn af krafti en Breiðablik var heldur sterkari aðilinn. Þeir sköpuðu sér ágæt marktækifæri sem strönduðu á góðri vörn íA og í…


Stelpurnar töpuðu fyrir Breiðablik í dag

24.09 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna spilaði við Breiðablik í dag í 17. umferð Pepsi-deildarinnar. Skagamenn mættu með bakið upp við vegg í þessum leik og sigur var það eina sem kom til greina til að forðast fall. Liðið spilaði sterkan varnarleik og gaf fá færi á sér.   Breiðablik sótti mikið allan…


{texti}

Pepsideild kvenna: Útileikur í Kópavogi í dag

24.09 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna heimsækir Breiðablik í Kópavoginn í dag kl. 16:00 í næstsíðustu umferð Pepsideildarinnar.   Bæði lið munu gefa allt í leikinn en sigur er eina von Skagastúlkna til þess að halda sæti sínu í Pepsideildinni að ári og að sama skapi er sigur eini möguleiki Blika á að…


{texti}

Pepsideild karla: ÍA-Breiðablik á Norðurálsvelli

23.09 2016 | Forsíða

Síðasti heimaleikur sumarsins hjá meistaraflokki karla í Pepsideildinni verður á sunnudaginn kl. 14:00. Gestirnir verða frá Breiðabliki. Skagamenn unnu fyrri leik liðanna í júlí en það var fyrsti sigur liðsins á Breiðabliki síðan 2012. Strákarnir okkar hafa að sjálfsögðu fullan hug á að bæta sigrum í safnið og stigum…


Lokahóf yngri flokka 2016

21.09 2016 | 3. flokkur karla

Lokahóf yngri flokka ÍA (3.fl – 7.fl) verður haldið í Akraneshöllinni sunnudaginn 25. september kl. 12:30. Að þessu sinni verður dagskráin með nokkuð breyttu sniði þar sem ákveðið hefur verið að tengja hana við síðasta heimaleik meistaraflokks karla í Pepsideildinni í sumar. Dagskráin hefst á stuttu tónlistaratriði og strax…


{texti}

Sigurður Jónsson þjálfar áfram á Akranesi

21.09 2016 | Forsíða

Sigurður Jónsson hefur skrifað undir nýjan 12 mánaða samning um að þjálfa hjá Knattspyrnufélagi ÍA.   Sigurður mun þjálfa 2. og 4. fl. karla auk þess sem að hann mun sinna afreksæfingum fyrir iðkenndur í 2. 3. og 4. fl. karla og kvenna.   Sigurður sem kom til starfa…


Skagamenn töpuðu gegn Stjörnunni í kvöld

20.09 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur karla spilaði í kvöld við Stjörnuna á Samsung vellinum í 20. umferð Pepsi-deildarinnar. Skagamenn þurftu á þremur stigum að halda ef þeir ætluðu að halda sér í baráttu um Evrópusæti. Leikurinn hófst af krafti af hálfu Skagamanna og eftir þriggja mínútna leik kom fyrsta mark leiksins þegar Stjarnan…


Pepsideild karla: Útileikur gegn Stjörnunni í kvöld

19.09 2016 | Forsíða

Strákarnir okkar í meistaraflokki karla fara í heimsókn í Garðabæinn í kvöld kl. 20:00. Eftir tvö svekkjandi töp í röð er alveg ljóst að okkar menn hungrar í að bæta stigum á töfluna.    Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að mæta í Garðabæinn í kvöld, láta vel…


{texti}

Fótboltinn á Skaganum næstu vikuna

16.09 2016 | Forsíða

Nú er farið að síga á seinni hlutann af fótboltasumrinu 2016 en þetta er þó aldeilis ekki búið.   Í dag, föstudaginn 16. september, tekur 2. flokkur ÍA/Kára á móti KA/Reyni/Dalvík. Leikur A-liðanna fer fram kl. 17:00.  Það er mikið undir fyrir Skagastrákana í þessum leik en þeir eru…


{texti}

Pepsideild karla: Maður leiksins gegn KR

16.09 2016 | Forsíða

Eins og áður hefur verið sagt frá tapaði ÍA naumlega fyrir KR á Norðurálsvellinum í gær.    Hallur Flosason þótti standa sig best Skagamanna og var valinn maður leiksins. Hann fékk að launum listaverk eftir Sólveigu Sigurðardóttur (Sissu) frá Akranesi. Hún hefur verið að mála í 10 ár og meðal…


Skagamenn töpuðu fyrir KR í baráttuleik

15.09 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur karla spilaði í kvöld við KR á Norðurálsvelli í 19. umferð Pepsi-deildarinnar. KR byrjaði af krafti og var sterkari aðilinn framan af án þess að skapa sér markverð færi. Skagamenn lágu frekar til baka og beittu skyndisóknum eftir því sem tækifæri gafst. Nokkur álitleg færi komu fram en…


{texti}

Þjálfarar og æfingatímar yngri flokka haustið 2016

14.09 2016 | Forsíða

Hér fylgja upplýsingar um þjálfara og æfingatíma 2. - 8. flokks hjá Knattspyrnufélagi ÍA í vetur. Ný æfingatafla tekur gildi við flokkaskiptin, 20. september.    8. flokkur - Þjálfari: Aldís Ylfa Heimisdóttir Strákar og stelpur fædd 2011 eða síðar æfa saman til að byrja með, á fimmtudögum kl. 16:15-17:00.…


{texti}

Pepsideild karla: KR kemur í heimsókn á morgun

14.09 2016 | Forsíða

Á morgun, fimmtudaginn 15. september, verður leikin heil umferð í Pepsideild karla. ÍA tekur á móti KR á Norðurálsvellinum, en þar sem dagarnir eru heldur að styttast fer leikurinn fram kl. 17:00. Það þýðir því ekkert að vera of lengi í vinnunni á morgun.   Við þekkjum það öll…


Skagamenn töpuðu gegn Þrótti í kvöld

12.09 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur karla spilaði í kvöld við Þrótt R á Þróttarvelli í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. Skagamenn þurftu á þremur stigum að halda til að koma sér í baráttu um Evrópusæti. Leikurinn hófst af krafti af hálfu beggja liða og sköpuðu þau bæði sér virkilega góð færi sem nýttust ekki. Leikurinn…


Stelpurnar töpuðu fyrir Val í baráttuleik

11.09 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna spilaði við Val í dag í 16. umferð Pepsi-deildarinnar. Valur kom af miklum krafti inn í leikinn og strax á áttundu mínútu leiksins kom fyrsta mark leiksins eftir góða sókn frá Val. Heimamenn héldu svo áfram að sækja og á 13. mínútu bættu þeir sínu öðru mark…


{texti}

Útileikir hjá báðum meistaraflokkunum um helgina

08.09 2016 | Forsíða

Báðir meistaraflokkarnir eiga leiki á útivelli núna um helgina en þó er ekki langt að fara svo það er alveg óþarfi að missa af þessum leikjum þess vegna.   Meistaraflokkur kvenna heimsækir Val á Valsvöll á laugardaginn, 10. september, kl. 14:00. Valur hefur haldið sig í námunda við toppslaginn…


{texti}

Leikir á Skaganum næstu viku

08.09 2016 | Forsíða

Á morgun, föstudaginn 9. september, tekur 2. flokkur ÍA/Kára á móti KR. A-liðið á leik kl. 17:30. A-lið ÍA er fyrir leikinn í næstaefsta sæti deildarinnar, markamun á eftir Breiðabliki en KR er í 4. sæti, 4 stigum á eftir.  B-lliðin mætast svo kl. 19:30 en þar er ÍA/Kári…


{texti}

Pepsideild kvenna: Jaclyn Poucel var valin maður leiksins gegn Stjörnunni

07.09 2016 | Forsíða

Eftir að hafa fengið öll Skagahjörtu til að slá dálítið örar með því að komast yfir tapaði ÍA fyrir Stjörnunni í gær, en lokatölur voru eins og áður hefur verið sagt frá 1-3. Það var þó góð barátta í liðinu og vonin um að krækja í stig var til…


Stelpurnar töpuðu gegn Stjörnunni í kvöld

06.09 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna spilaði við Stjörnuna í kvöld í 15. umferð Pepsi-deildarinnar. Stjarnan byrjaði af krafti og skapaði sér ágæt færi sem nýttust ekki. Þeir voru sterkari aðilinn framan af en Skagamenn komu sterkari inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn.   Á 21. mínútu komst ÍA yfir…


{texti}

Pepsideild kvenna: ÍA - Stjarnan á Norðurálsvellinum á morgun

05.09 2016 | Forsíða

Baráttan fyrir áframhaldandi veru í Pepsideildinni heldur áfram á morgun, þriðjudaginn 6. september, þegar stelpurnar okkar taka á móti Stjörnunni hér á Norðurálsvellinum. Leikurinn hefst kl. 17:30.   Það er ljóst að hvorugt lið hefur efni á að gefa neitt eftir en Stjarnan situr fyrir leikinn á toppi deildarinnar…


{texti}

Helena Ólafsdóttir nýr þjálfari kvennaliðs ÍA

04.09 2016 | Forsíða

Helena Ólafsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna fyrir næsta tímabil hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Helena mun því taka við liðinu af þeim Kristni Guðbrandssyni og Steindóru Steinsdóttur sem eins og áður hefur verið greint frá munu klára tímabilið með liðið í Pepsi deild. Kristinn og Steindóra munu…


{texti}

Boltinn á Skaganum um helgina

02.09 2016 | Forsíða

Nú um helgina mun fara fram úrslitakeppni A-liða hjá 4. flokki karla hér á Skaganum.  Okkar strákar enduðu í 2. sæti síns riðils, einu stigi á eftir toppliði HK,  og munu mæta sameinuðu liði Tindastóls/Hvatar/Kormáks í dag, föstudaginn 2. september, kl. 17:00. Á morgun kl. 12:00 munu þeir leika…


{texti}

Pepsideild kvenna: Megan valin maður leiksins

31.08 2016 | Forsíða

Megan Dunnigan var í kvöld valin maður leiksins eftir naumt tap meistaraflokks kvenna gegn ÍBV í Pepsideildinni. Þetta er í fyrsta skipti í sumar sem Megan hlýtur þennan titil, en það kemur ýmsum á óvart að það hafi ekki gerst fyrr, sérstaklega í ljósi þess að hún hefur skorað…


ÍA tapaði gegn ÍBV í kvöld í baráttuleik

31.08 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna spilaði við ÍBV í kvöld í 14. umferð Pepsi-deildarinnar. Skagamenn byrjuðu af krafti og sköpuðu sér ágæt færi sem nýttust ekki. Þeir voru sterkari aðilinn framan af en ÍBV kom sterkari inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn. Baráttan var í fyrirrúmi í leiknum og…


Pepsideild kvenna: ÍA - ÍBV á Norðurálsvelli

30.08 2016 | Forsíða

Á morgun, miðvikudaginn 31. ágúst, taka stelpurnar okkar í meistaraflokki á móti Eyjastúlkum í Pepsideildinni. Leikurinn hefst kl. 17:00 hér á Norðurálsvellinum. Mannvit er aðalstyrktaraðili leiksins.   Fyrir leikinn situr ÍBV í 5. sæti deildarinnar með 21 stig en Skagastúlkur í 9. sætinu með 8 stig og í harðri baráttu…


Haustið 2016 hjá yngstu iðkendunum

29.08 2016 | Forsíða

Nú stendur yfir mikið púsluspil við að koma saman æfingatöflum vetrarins, enda ekkert létt verk með yfir 500 iðkendur og dágóðan fjölda þjálfara. Það sem flækir málin líka er að flokkaskipti geta ekki farið fram fyrr en í kringum miðjan september þar sem enn eru eftir leikir í mótum.…


{texti}

Pepsideild karla: Maður leiksins var Guðmundur Böðvar Guðjónsson

28.08 2016 | Forsíða

Guðmundur Böðvar Guðjónsson var valinn maður leiksins fyrr í kvöld þegar ÍA lagði Víking Reykjavík í Pepsideildinni í kvöld. Þetta var þriðji leikur Guðmundar Böðvars síðan hann kom aftur til ÍA frá Fjölni.   Hann fékk að launum púða eftir listakonuna Borghildi Jósúadóttur. Hún hefur kennt við Grundaskóla síðan…


Skagamenn unnu öruggan sigur á Víking R

28.08 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur karla spilaði í kvöld við Víking R á Norðurálsvelli í 17. umferð Pepsi-deildarinnar. Skagamenn þurftu á þremur stigum að halda til að koma sér í baráttu um Evrópusæti. ÍA byrjaði af miklum krafti í leiknum og strax á 4. mínútu skoraði Garðar Gunnlaugsson með föstum skalla eftir frábæra…


Pepsideild karla: ÍA -Víkingur Reykjavík á Norðurálsvelli

28.08 2016 | Forsíða

Í dag, sunnudaginn 28. ágúst, mætast ÍA og Víkingur R á Norðurálsvelli í 17. umferð Pepsideildar karla. Leikurinn fer fram kl. 18:00.   ÍA er fyrir leikinn í 6. sæti með 25 stig en Víkingar stigi og sæti neðar.   Maður leiksins verður valinn venju samkvæmt og fær púða…


{texti}

Pepsideild kvenna: Aníta Sól var valin maður leiksins

25.08 2016 | Forsíða

Aníta Sól Ágústsdóttir þótti standa sig best í leik ÍA og Fylkis á Norðurálsvellinum í gærkvöldi, en leikurinn tapaðist naumlega.  Hún hlaut að launum þessa flottu mynd eftir listakonuna Ingu Björgu Sigurðardóttur. Inga Björg komst ekki sjálf til þess að afhenda myndina en hér má sjá Harald…


Stelpurnar töpuðu gegn Fylki í baráttuleik

25.08 2016 | Forsíða

Meistaraflokkur kvenna spilaði við Fylki í kvöld í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Fylkir byrjaði af krafti og skapaði sér álitleg færi sem nýttust ekki. Þeir voru sterkari aðilinn framan af en Skagamenn komu sterkari inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn. ÍA spilaði sterkan varnarleik og byggði á…


{texti}

Aron Ingi valinn í landsliðið

24.08 2016 | Forsíða

Enn fjölgar þessum ánægjulegu fréttum hjá okkur en nú hefur Aron Ingi Kristinsson verið valinn í U19 ára landslið karla sem fer til Wales í landsleikjahléinu og leikur þar tvo æfingaleiki við heimamenn, 4. og 6. september næstkomandi.   Þetta eru einnig fyrstu landsleikir Arons Inga en hann er…


Þórður Þorsteinn valinn í landsliðið

24.08 2016 | Forsíða

Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson hefur verið valinn í U21 árs landsliðshópinn sem fer til Norður-Írlands og mætir heimamönnum þar 2. september næstkomandi og heldur síðan til Frakklands í framhaldinu og mætir Frökkum þar 6. september.   Leikirnir eru liður í undankeppninni fyrir Evrópukeppni U21 árs landsliða, en lokakeppnin fer…