2.fl karla með silfur í bikarnum - umfjöllun

26.09 2014

Strákarnir í 2.fl karla mættu Stjörnunni í úrslitaleik í Garðabæ í gærkvöldi.  Lokatölur leiksins urðu 3-2 Stjörnunni í vil.  Stjörnumenn réðu gangi mála í fyrri hálfleik og leiddu með 2 mörkum í hálfleik.  Síðari hálfleikur var mun jafnari en Stjörnumenn náðu að setja þriðja markið þegar um 15.mín voru til leiksloka.  Þá var eins og okkar strákar vöknuðu til lífsins og gerðu harða hríð að Stjörnumönnum það sem eftir lifði leiks.  Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn í tvígang á lokamínútunum en nær komust þeir ekki þrátt fyrir mikla pressu á Stjörnumenn á lokasekúndum leiksins.  Það voru því svekktir Skagastrákar sem gengu af velli í gærkvöldi með silfur um hálsinn.  Þeir geta samt verið mjög stoltir af árangri sumarsins, þ.e. silfur bæði í deild og bikar.

Liðið í gær: Guðmundur Sigurbjörnsson, Dagur Alexandersson, Sverrir Mar Smárason, Árni Þór Árnason, Albert Hafsteinsson, Guðlaugur Þór Brandsson (fyrirliði), Steinar Þorsteinsson, Þórður Þorsteinn Þórðarson, Hafþór Pétursson, Óliver Darri Bergmann Jónsson og Marinó Hilmar Ásgeirsson.  Inná komu í síðari hálfleik Hákon Ingi Einarsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Matthías Hauksteinn Ólafsson, Arnar Freyr Sigurðsson og Kristófer Daði Garðarsson.

Til hamingju með árangurinn í sumar strákar !

Til baka