3:1 tap gegn Selfossi í Pepsideild kvenna

02.06 2014

Stelpurnar okkar mætti liði Selfoss í blíðskaparveðri á Selfossi fyrr í kvöld.  Leikurinn var fjörugur frá upphafi , og voru leikmenn Selfoss mjög ákveðnar og ágengar fyrir framan markið okkar. 

Strax á 6. mínútu skoraði Selfoss fyrsta mark leiksins en þar var að verki Guðmunda Brynja Óladóttir.  Guðrún Karítas Sigurðardóttir jafnaði á 28. mínútu eftir góða sókn og fyrsta mark okkar í deildinni í var orðið staðreynd.  Rétt fyrir hálfleik kom landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir Selfossstúlkum í 2-1 eftir sendingu inn fyrir vörnina. 

Róðurinn þyngdist hjá okkar stúlkum í seinni hálfleik en áttu þó nokkrar skyndisóknir, úr einni þeirra komst Guðrún Karítas ein inn fyrir vörn Selfoss en skot hennar var varið.  Celeste Boureille tryggði síðan sigur Selfossstúlkna á 81. mínútu.

Það er stutt í næsta leik stelpnanna en þær mæta Selfossi aftur í Borgunarbikarnum á föstudag og fer leikurinn fram á Selfossi.  Næsti deildarleikur er svo strax á mánudag en þá fá stelpurnar lið Þórs/KA í heimsókn á Norðurálsvöll.

Til baka