Ályktun um dekkjakurl og gervigras

21.03 2016

Ályktun frá Knattspyrnufélagi ÍA um dekkjakurl og gervigras á sparkvöllum og í Akraneshöll.

 

Stjórn Knattspyrnufélags ÍA fagnar ákvörðun Akraneskaupstaðar um að fjarlægja dekkjakurl af sparkvöllum grunnskólanna í bænum. Heilsa og líðan barnanna á að vera í fyrirrúmi og því er nauðsynlegt að grípa til aðgerða.

Á sama tíma hvetur stjórn Knattspyrnufélags ÍA Akraneskaupstað til að huga að endurnýjun á gervigrasinu í Akraneshöll. Ástandið á grasinu er orðið óviðunandi og nokkur dæmi eru um slys á fólki í höllinni, sem rekja má til lélegs ástands gervigrassins.

Það er því afar brýnt að Knattspyrnufélag ÍA, í samvinnu við eiganda íþróttamannvirkjanna, Akraneskaupstað, finni lausn á þessu mikilvæga úrlausnarefni sem fyrst og tryggi þar með góðar og öruggar aðstæður fyrir iðkendur, jafnt unga sem aldna.

 

17. mars 2016
Aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA

Til baka