Árni Snær framlengir við ÍA

10.03 2015

Árni Snær Ólafsson markmaður hefur framlengt samning sinn við ÍA um 2 ár og gildir hann út tímabilið 2017.  Árni Snær er 23 ára gamall og spilaði sinn fyrsta deildarleik sumarið 2009 en síðasta tímabil var hans fyrsta sem aðalmarkmaður ÍA liðsins.

 

Gunnlaugur þjálfari er ánægður með að Árni hafi framlengt samning sinn við ÍA, “Árni sýndi á síðasta tímabili að hann er gríðarlegt efni í góðan markmann og hann stóð sig vel á sínu fyrsta tímbili sem aðalmarkmaður liðsins.  Við teljum að í vetur hafi hann stigið skref fram á við frá því í fyrra og með tilkomu Guðmundur Hreiðarssonar sem markmannsþjálfara liðsins hefur hann alla burði til að stimpla sig inn sem einn af allra athyglisverðustu markmönnum deildarinnar."

Til baka