Ásgeir Marteinsson til liðs við ÍA

01.12 2014

Ásgeir Marteinsson hefur samið við ÍA til tveggja ára. Ásgeir er 20 ára sóknarmaður sem kemur frá Fram þar sem hann lék 13 leiki í Pepsi deildinni í  sumar og skoraði 3 mörk.   Hann lék lykilhlutverk hjá HK undir stjórn þjálfara ÍA Gunnlaugs Jónssonar sumarið á undan þar sem hann skoraði 10 mörk og lagði upp 8 mörk í 21 leik á sínu fyrsta heila tímabili í meistaraflokki og var verðlaunaður sem efnilegasti leikmaður 2. deildar er lið HK vann deildina sumarið 2013. 

Gunnlaugur þjálfari er hæstánægður með liðsstyrkinn.
“Ég er afar ánægður með að hreppa Ásgeir því hann er gríðarlega spennandi leikmaður með mikla hæfileika og kemur með ný vopn í sóknarleik liðsins. Hann getur leyst allar fjórar stöðurnar í sókninni og er einn af þeim leikmönnum sem gerir hið óvænta.”

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Magnús Guðmundsson, formann KFÍA, Ásgeir og Gunnlaug Jónsson, þjálfara handsala samninginn.

Til baka