Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir til liðs við ÍA

28.07 2014

Nýr markmaður, Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, er komin á láni frá Breiðabliki og mun klára tímabilið með stelpunum okkar.  Ásta er í landsliðshópi U-19 og hefur verið í láni hjá HK/Víking fram að þessu.   Við bjóðum Ástu velkomna á Skagann og væntum þess að hún hjálpi okkur við að ná í nokkur stig í seinni umferð Pepsideildarinnar.  Meðfylgjandi mynd var tekin af Ástu á góðri stundu með Gylfa Sigurðssyni, landsliðsmanni.

Til baka