Ásta Vigdís var maður leiksins gegn Breiðabliki

20.07 2016

Okkur urðu á þau mistök að það gleymdist að greina frá því hér hver maður leiksins var í 0-3 tapi meistaraflokks kvenna gegn Breiðabliki þann 13. júlí síðastliðinn. Við bætum úr því hér, því eins og máltækið segir: betra seint en aldrei.

 

En það var markvörður ÍA, Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir sem varð fyrir valinu og hlaut að launum þessa fallegu mynd eftir Elísabetu Ragnarsdóttur að launum. Við kunnum Elísabetu hinar bestu þakkir fyrir.

Til baka