ÍA fékk Kvennabiakarinn 2016

14.02 2017

Á ársþingi KSÍ um helgina fékk ÍA Kvennabikarinn 2016.  Bikarinn er veittur því liði sem þykir hafa sýnt af sér háttvísi og prúðmannlegan leik í Pepsi deild kvenna á síðasta keppnistímabili. Stelpurnar okkar fenguð aðeins sjö sinnum að líta gula spjaldið í 18 leikjum síðasta sumar.  Enginn leikmanna okkar fékk að líta rauða spjaldið allt sumarið.  Ekkert lið í Pepsídeildinni státaði af jafn prúðmannlegri spilamennsku heilt yfir á tímabilinu.

Á myndinni tekur Hulda Birna framkvæmdarstjóri KFÍA við bikarnum úr hendi fráfarandi formanns KSÍ Geir Þorsteinssyni. 

Til baka