ÍA mætir Grindavík, Arsenij Buinickij orðinn löglegur

06.03 2015

Skagamenn mæta Grindvíkingum í 4. umferð Lengjubikarsins í Akraneshöllinni kl. 11:15 á morgun.  Framherjinn Arsenij Buinickij, markahæsti leikmaður KA í fyrra, er kominn til landsins og búið er að ganga frá félagaskiptum fyrir hann þannig að hann er löglegur með ÍA á morgun.  Arsenij mun að öllum líkindum spila hluta af leiknum en hann skortir leikæfingu og mun vonandi aðlagast liðinu fljótt og vel.
Meðfylgjandi mynd var tekin af Arsenij og Haraldi Ingólfssyni framkvæmdastjóra í vikunni, eftir undirskrift pappíra tengdum félagaskiptunum.

Til baka