ÍA stelpur á Norðurlandamót

16.06 2016

Skagastelpurnar Bergdís Fanney Einarsdóttir og Fríða Halldórsdóttir hafa verið valdar til keppni með U17 ára landsliði kvenna á Norðurlandamóti sem haldið verður í Noregi frá 30. júní - 8. júlí næstkomandi.

 

Liðið leikur þar í A riðli ásamt Dönum, Norðmönnum og Frökkum og leikirnir verða, í sömu röð, 1. júlí, 3. júlí og 5. júlí.

 

VIð óskum stúlkunum til hamingju með valið og erum þess fullviss að þær muni verða sjálfum sér og félaginu sínu til sóma.

Til baka