ÍA stelpur sigurvegarar í 1.deild !

12.09 2015

Stelpurnar okkar sigruðu FH 1-0 í úrslitaleik liðanna sem fram fór á Norðurálsvellinum í dag.  Það var Megan Dunnigan sem skoarði sigurmarkið á 90. mín.   Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og nokkur færi fóru forgörðum áður en Megan skoraði sigurmarkið á lokamínútunni.  Frábær endir á góðu tímabili hjá stelpunum sem hafa spilað betur og betur þegar á leið sumarið.  Við óskum stelpunum og þjálfurum þeirra Þórði Þórðarsyni og Ágústi Valssyni innilega til hamingju með árangurinn !

Til baka